Dagdeild 23E

Aðsetur:  Barnaspítali Hringsins 3 hæð. Sjá nánar staðsetningu >>

Símanúmer

Móttaka: 543 3780
Vaktsímar: 543 3781 og 543 3782

Deildarstjóri: Auður Ragnarsdóttir (audurr@landspitali.is)
Yfirlæknir: Ragnar Bjarnason (ragnarb@landspitali.is)

Veitt er sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónustu þeim börnum sem ekki þurfa að dveljast á barnaspítalanum yfir nótt. Flest börn koma á dagdeildina til sérhæfðra rannsókna, minni aðgerða eða lyfjameðferða. Góð aðstaða er fyrir foreldra til að vera með barni sínu.
Um 1.300 börn koma á dagdeildina á ári.

Dagdeildin er opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 7:30 til kl. 16:00.

Hlutverk og stefna
Hlutverk okkar er að veita skjólstæðingum viðeigandi meðferð og stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Við stefnum að því að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.