Framkvæmdastjóri lækninga

 

Ólafur Baldursson

Ólafur Baldursson er framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala.

 

Framkvæmdastjóri lækninga er yfirlæknir Landspítala og starfar skv. 10. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40, frá 2007. Hann er faglegur ábyrgðarmaður lækninga á sjúkrahúsinu og þróar og mótar læknisþjónustuna í samstarfi við forstjóra, framkvæmdastjórn og aðra stjórnendur lækninga.
Framkvæmdastjórar lækninga, hjúkrunar og vísinda,- mennta,- og nýsköpunarsviðs vinna náið saman að ýmsum málefnum er varða faglega þróun í starfi spítalans.

 

Vísinda- og þróunarsvið er undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra  hjúkrunar.

 


Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á eftirtöldum verkefnum:

 

  • Gæðamál; Þróun, stefna og samræming gæðamála, sýkingavarna, klínískra leiðbeininga og lyfjamála í starfi spítalans. Umsjón, skráning og úrvinnsla athugasemda við klínískt starf og samskipti við Landlæknisembættið.
  • Sjúkraskrá; varðveisla, aðgengi, ritstjórn, eftirlit og þróun. Áhersla á innihald og umgengni. Starfrækir sérstaka nefnd sem hefur eftirlit með notkun rafrænnar sjúkraskrár.
  • Viðbragðsáætlun (samstarfsverkefni með framkvæmdastjóra bráðasviðs); þróun og endurskoðun viðbragðsáætlunar.