Framkvæmdastjóri hjúkrunar

Sigríður Gunnarsdóttir

Sigríður Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar heyrir beint undir forstjóra og ber ábyrgð gagnvart honum. Forstjóri er næsti yfirmaður hans. Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á að móta sýn og markmið faglegra málefna er varða meðferð sjúklinga og faglega þróun heilbrigðisstarfsmanna.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber í þessum tilteknu faglegu málefnum ábyrgð á starfi hjúkrunar á LSH. Hann styður við faglega þróun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða, presta og djákna en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.

Vísinda- og þróunarsvið er undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga.

 

Netfang hjúkrunar á Landspítala er hjukrun@landspitali.is

Hjúkrunardeildarstjórar (pdf)