Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar Landspítala starfa á sjúkradeildum spítalans. 

Sjúkraþjálfari býr yfir sérþekkingu á hreyfingum mannslíkamans, þjálfun og líkamsbeitingu. Starf sjúkraþjálfara er m.a. fólgið í greiningu og meðferð ýmissa sjúkdóma, meiðsla, ofálags eða meðfæddrar fötlunar. Hann sér einnig um fræðslu varðandi orsakir ýmissa einkenna, ráðgjöf og leiðbeiningar. Sjúkraþjálfari stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan um leið og hann fær fólk til þess að taka ábyrgð á eigin heilsufari.

Sjúkraþjálfari velur meðferð sem hentar þörfum hvers og eins, eftir að hafa skoðað hann.  
Slík meðferð getur til dæmis verið:

  • æfingameðferð 
  • þjálfun 
  • rafmagnsmeðferð, þ.e.hljóðbylgjur, stuttbylgjur, raförvun, lasermeðferð o.fl. 
  • þroskameðferð barna 
  • meðferð á líkamlegum einkennum sem rekja má til sálrænna truflana 
  • ráðgjöf og fræðsla o.fl.