L3 öldrunarlækningadeild F

Aðsetur: 3. hæð L álma Landspítala Landakoti
Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl. 15:00 og 20:00 
Sími: 543 9880

Hjúkrunardeildarstjóri er Hildur Guðrún Elíasdóttir  hildurge@landspitali.is
Sérfræðilæknir er Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir

Öldrunarlækningadeild F, L3 er fimm daga endurhæfingardeild fyrir aldraða. Á deildina koma aldraðir af biðlista úr heimahúsi eða af öðrum deildum Landspítala til endurhæfingar, greiningar og meðferðar vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps eða félagslegs vanda. Deildin opnar kl. 8 á mánudögum og lokar kl.16 á föstudögum. Deildin er lokuð alla helgidaga. 

Á deildinni starfa: Hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar og aðstoðarfólk.

Upplýsingar fyrir sjúklinga (PDF)

Dagbók sjúklings á öldrunarlækningadeild L3 á Landakoti (PDF)