Til að auka líkur á að finna sakargögn

... tengd kynferðisbroti er mikilvægt að:

  • Koma eins fljótt og hægt er eftir meint kynferðisbrot.
  • Þvo sér ekki eða fara í bað áður en skoðun og sýnataka fer fram.
  • Þvo hvorki né fleygja fötum, tíðabindum eða tíðatöppum tengdum atburði og ekki fleygja
    verjum.
  • Vera í fötum sem tengjast broti eða hafa meðferðis á neyðarmóttöku.
  • Ekki hreinsa eða farga sakargögnum á sakarvettvangi (t.d. rúmfatnaði, húsgögnum, húsbúnaði, tækjum og tólum).