Bráðamóttaka

Inngangur

Bráðamóttaka sinnir móttöku veikra og slasaðra. Hún er opin allan sólarhringinn og er sú stærsta á landinu. Þangað leita að meðaltali 200 sjúklingar á dag. Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða einstaklingum eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss.

Hjúkrunarfræðingur skoðar og metur alla sem koma á bráðamóttöku strax við komu. Hann sér um að forgangsraða og flokka einstaklingum samkvæmt fimm flokka forgangsflokkunarkerfi þar sem að mest aðkallandi vandamálum er sinnt fyrst. Þegar hjúkrunarfræðingur hefur lagt mat á eðli áverka eða alvarleika veikinda er sjúklingnum vísað í viðeigandi farveg.

Með forgangsflokkun sjúklinga á bráðamóttöku er unnið að því að tryggja öryggi sjúklinga þannig að allir sem þangað leita fái viðeigandi þjónustu, innan viðeigandi tíma, á viðeigandi stað miðað við einkenni sjúkdóms eða áverka sem eru til staðar.

Eftir forgangsflokkun er sjúklingi vísað á bráðadeild G2 eða bráða- og göngudeild G3.

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Vottorð (Íslenska - English)

Forsaga bráðamóttökunnar