Mynd-fyrir-bráðadaginn.png (1085038 bytes)

Árlega er haldin ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá erlenda sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins. 
Bráðadagurinn er ekki bara uppskeruhátíð rannsókna og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur einnig mikilvægur liður í símenntun starfsfólks bráðamóttöku Landspítala. Einnig sækja ráðstefnuna aðrir fagaðilar sem koma að þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva í samfélaginu. 

Næsta þverfaglega ráðstefna flæðisviðs - Fjölbreytileiki í brjáðaþjónustu verður haldinn þann 2. mars 2018 á Hilton Reykjavík Nordica.Skilafrestur ágripa vegna Bráðadagsins 2018 er til 19. janúar 2018

ÁTTU ERINDI?

Fjölbreytileiki í bráðaþjónustu

Ráðstefnan í ár verður helguð fjölbreytileika í bráðaþjónustu með áherslu á mismunandi hópa samfélagsins eins og börn, aldraða, kynsegin fólk, innflytjendur, hælisleitendur og erlenda ferðamenn.

 • Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem æskilegt er að tengist þema dagsins.
 • Ágrip geta fjallað um fjölbreytileika í heilbrigðisþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, umhverfi og öryggi sjúklinga eða verkferla.
 • Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.


Frestur til að skila ágripum er til 19. janúar 2018.
Frekari kröfur um uppsetningu ágripa má sjá hér: Innsending ágripa

GESTAFYRIRLESARAR

 

Marga Haagmans kemur frá Hollandi. Hún er hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun í heilbrigðisvísindum frá háskólanum í Maastricht. Marga hefur tekið þátt í nýsköpunarverkefnum og rannsóknum tengdum Augeo styrktarsjóðnum sem stendur að þróun og framboði netnámskeiða um misnotkun og vanrækslu barna auk heimilisofbeldis. Í erindi sínu mun Marga sérstaklega kynna verkefni sem heitir Childcheck og hefur verið innleitt á vegum stjórnvalda víða í Evrópu. 
  Youri Yordanov er sérfræðingur í bráðalækningum við bráðamóttöku St Antoine sjúkrahússins í París og stundar rannsóknir við Université René Descartes - Paris 5. Hann birti meðal annars grein um viðbrögð heilbrigðiskerfisins við hryðjuverkunum í París í Lancet 2015 (http:// www.thelancet.com/pb/assets/raw/Lancet/pdfs/S0140673615010636.pdf). Í erindi sínu mun Youri fjalla um árangursríkar aðferðir tengdar flæði sjúklinga á bráðamóttökum.

  Brynjólfur Mogensen er fyrsti prófessorinn í bráðalækningum á Íslandi. Hann hóf störf á Slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans frá því sumarið 1982 sem sérfræðingur og síðar yfirlæknir. Hann var ráðinn forstöðulæknir slysa- og bráðasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur og jafnframt yfirlæknir bæklunarskurðlækningadeidar frá 1994. Ráðinn sviðstjóri lækninga á slysa- og bráðasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss 2000 – 2007. Yfirlæknir á slysa- og bráðasviði frá 2007. Brynjólfur fékk stöðu sem lektor í slysalækningum við Læknadeild Háskóla Íslands 1990, varð síðan dósent í sömu grein. Frá 2003 var Brynjólfur dósent í bráðalækningum en hlaut framgang í stöðu prófessors 1. júlí 2016. Rannsóknir Brynjólfs hafa birst í ritrýndum greinum innanlands sem utan. Brynjólfur mun fjalla um rannsóknir tengdar slysum á norðurslóðum í erindi sínu.
  Snorri Birgisson er lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingur lögreglu í rannsóknum mansalsmála. Hefur rannsakað mansalsmál og flutt erindi um hvernig bera megi kennsl á mansal síðastliðin ár. Snorri á einnig sæti stýri- og sérfræðihópum velferðar- og innanríkisráðuneytis varðandi baráttu íslenskra stjórnvalda gegn mansali. Hann mun fjalla um hvernig bera má kennsl á mannsal á Íslandi.
   

Nánari upplýsingar veita:

Dagný Halla Tómasdóttir dagnyht@landspitali.is – s. 861 6269
Þórdís K. Þorsteinsdóttir thordith@landspitali.is - s. 543 8218
Anna Björg Jónsdóttir, Öldrunarlækningadeild Lk
Brynjólfur Mogensen, Bráðamóttaka Fv
Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðmundur Freyr Jóhannsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Halldóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í sjúkraþjálfun
Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Sólrún Rúnarsdóttir, gæðastjóri flæðisviðs

      

Nánari upplýsingar veita:

Dagný Halla Tómasdóttir dagnyht@landspitali.is – s. 861 6269
Þórdís K. Þorsteinsdóttir thordith@landspitali.is - s. 543 8218
Anna Björg Jónsdóttir, Öldrunarlækningadeild Lk
Brynjólfur Mogensen, Bráðamóttaka Fv
Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðmundur Freyr Jóhannsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Halldóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í sjúkraþjálfun
Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Sólrún Rúnarsdóttir, gæðastjóri flæðisviðs

Uppsetning ágripa:

 • Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
 • Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
 • Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir.
 • Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil.
Ágrip skulu send með tölvupósti á: bradadagurinn@landspitali.is
Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald.Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi.

Dæmi um hvernig senda á inn ágrip og dæmi um uppsetningu ágripa á myndaformi: ATH! smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

 
Dæmi um insent ágrip  
Dæmi um innsent ágrip   Leiðbeiningar við uppsetningu ágrips

 

 

 • Óskað er eftir ágripum fyrir erindi eða veggspjöld um rannsóknir og verkefni sem tengjast þema dagsins. 
 • Ágrip geta fjallað um bráð veikindi innan sem utan sjúkrahúsa, umhverfi og öryggi sjúklinga eða verkferla í bráðaþjónustu. 
 • Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.
  Auglýsing (auglýst síðar)

Nánari upplýsingar veita:

Dagný Halla Tómasdóttir dagnyht@landspitali.is – s. 861 6269
Þórdís K. Þorsteinsdóttir thordith@landspitali.is - s. 543 8218
Anna Björg Jónsdóttir, Öldrunarlækningadeild Lk
Brynjólfur Mogensen, Bráðamóttaka Fv
Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðmundur Freyr Jóhannsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Halldóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í sjúkraþjálfun
Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Sólrún Rúnarsdóttir, gæðastjóri flæðisviðs

Uppsetning ágripa:

 • Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
 • Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
 • Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir.
 • Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil. Sjá nánar í flipanum "Ágrip"
Ágrip skulu send með tölvupósti á: bradadagurinn@landspitali.is 
Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald.Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi. 

 


Við fyrir þig!