L4 Öldrunarlækningadeild C

 

Aðsetur 4. hæð L-álma Landspítala Landakoti.

Deildin er opin sjö daga vikunnar allt árið.

Sími deildarinnar er 543 9886
Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl 15:00 og 17:00

Hjúkrunardeildarstjóri er Gerður Sæmundsdóttir.
Sérfræðilæknar deildarinnar eru Jón Snædal yfirlæknir og Björn Einarsson aðstoðaryfirlæknir

Öldrunarlækningadeild L4 er meðferðar-og endurhæfingardeild. Starfsemin miðar að þjónustu fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma. Meginmarkmiðið er að auka lísfgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi, þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og framþróun. Meðferðin miðar að því að auka hæfni einstaklingsins til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni. Í samvinnu við einstakling og aðstandendur er leitað lausna sem hæfa hverjum og einum.

Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.

Deildarbæklingur L4