L3-0 öldrunarlækninga- og dagdeild

Aðsetur 3. hæð Landakoti.

Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl. 15:00 og 20:00.

Sími deildarinnar er 543 9880.

Deildarstjóri er Herdís Herbertsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Sérfræðingar deildarinnar eru: Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir, Guðný Bjarnadóttir yfirlæknir og Hildur Viðarsdóttir læknir.

Öldrunarlækninga- og dagdeild L3-0 er 5 daga meðferðar- og endurhæfingardeild og dag öldrunarlækningadeild sameinaðar í 40 rýma deild.

Meginstarf deildarinnar er meðferð og endurhæfing aldraðra. Þangað koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum LSH og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá. Á dagdeildinni eru þeir sem geta nýtt sér meðferð á daginn en dvalið heima á kvöldin og um helgar oft í framhaldi af dvöl á fimm daga einingunni.

Ýmsir faghópar koma að endurhæfingu sjúklingsins s.s. hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar. Allur hópurinn (teymið) hittist einu sinni í viku og fer yfir stöðu hvers sjúklings. Þannig verður meðferðin samfelldari og markvissari.

Legudeildir: