Iðjuþjálfun Fossvogi og Hringbraut

Staðsetning á korti:

Hringbraut 
Fossvogur

Hafa samband símanúmer og netfang:

Fossvogur: 543-9141
Hringbraut: 543-9313

Yfiriðjuþjálfi í Fossvogi og við Hringbraut:

Guðríður Erna Guðmundsdóttir
netfang: gudrideg@landspitali.is
sími: 543 9133/825 9435

Landspítali í Fossvogi og við Hringbraut er bráðasjúkrahús þar sem einstaklingar koma í bráðatilvikum. Iðjuþjálfun á þessum stöðum er rekin sem ein eining. Í Fossvogi er iðjuþjálfun staðsett á 1. hæð í B álmu (B-1) og á 4. hæð í D álmu (14-D) við Hringbraut. 

Starfsemi iðjuþjálfunar heyrir undir Flæðissvið LSH, endurhæfingardeild. Iðjuþjálfar sinna þar öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi. Orsakir færniskerðingar geta verið af ýmsum toga m.a. af völdum sjúkdóma eins og heilabilunar, hjarta-, lungna-, krabbameins-, smit- og taugasjúkdóma. Einnig í kjölfar liðskiptaaðgerða, heilablóðfalls og/eða annarra áfalla. Í iðjuþjálfun bæði í Fossvogi og á Hringbraut eru þjálfunareldhús og salir þar sem fram fer mat, íhlutun, þjálfun og virkni eftir því sem við verður komið.

Í Fossvogi er starfandi aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Þar er einnig iðjuþjálfi í fullu starfi við spelkugerð sem starfar í náinni samvinnu við handaskurðlækna og sjúkraþjálfara. Samstarf er við iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri þar sem nemar í iðjuþjálfun koma í vettvangsnám á Landspítala.


Iðjuþjálfun í Fossvogi og við Hringbraut er skjólstæðings- og iðjumiðuð. Iðjuþjálfar vinna fyrst og fremst eftir kanadíska færnilíkaninu (CMOP-E) þar sem unnið er að því að efla iðju og lögð er áhersla á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Notast er við þjónustuferli Anne G. Fisher, Occupational Therapy Intervention Process Model (OTIPM). Eftir því sem við á er stuðst við aðrar kenningar og líkön t.d. kenningar um öldrun, Valdeflingu, Lífaflfræðilíkanið og A-ONE.

Iðjuþjálfun í Fossvogi og við Hringbraut er skjólstæðings- og iðjumiðuð. Iðjuþjálfar vinna fyrst og fremst eftir kanadíska færnilíkaninu (CMOP-E) þar sem unnið er að því að efla iðju og lögð er áhersla á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Notast er við þjónustuferli Anne G. Fisher, Occupational Therapy Intervention Process Model (OTIPM). Eftir því sem við á er stuðst við aðrar kenningar og líkön t.d. kenningar um öldrun, Valdeflingu, Lífaflfræðilíkanið og A-ONE.

MatBeiðnir um iðjuþjálfun berast frá deildum spítalans ýmist frá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðru fagfólki. Í samráði við teymi hverrar deildar er gerð áætlun um meðferð.