Iðjuþjálfun Fossvogi og Hringbraut

Staðsetninga á korti:

Hringbraut 
Fossvogur

Hafa samband símanúmer og netfang:

Fossvogur: 543-9141
Hringbraut: 543-9313

Einingastjóri iðjuþjálfunar í Fossvogi og við Hringbraut:

Guðríður Erna Guðmundsdóttir
netfang: gudrideg@landspitali.is
sími: 543-9133

Landspítali í Fossvogi og við Hringbraut er bráðasjúkrahús þar sem einstaklingar koma í bráðatilvikum. Iðjuþjálfun á þessum stöðum er rekin sem ein eining. Í Fossvogi er iðjuþjálfun staðsett á 1. hæð í B álmu (B-1) og á 4. hæð í D álmu (14-D) við Hringbraut. Starfsemi iðjuþjálfunar heyrir undir lyflækningasvið LSH, endurhæfingardeild. Iðjuþjálfar sinna þar öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi. Orsakir færniskerðingar geta verið af ýmsum toga m.a. af völdum sjúkdóma eins og heilabilunar, hjarta-, lungna-, krabbameins-, smit- og taugasjúkdóma. Einnig í kjölfar liðskiptaaðgerða, heilablóðfalls og/eða annarra áfalla.

 Í iðjuþjálfun bæði í Fossvogi og á Hringbraut eru þjálfunareldhús og salir þar sem fram fer mat, íhlutun, þjálfun og virkni eftir því sem við verður komið. Í Fossvogi er starfandi aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Þar er einnig iðjuþjálfi í fullu starfi við spelkugerð sem starfar í náinni samvinnu við handaskurðlækna og sjúkraþjálfara. 

Samstarf er við iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri,þar sem nemar í iðjuþjálfun koma í vettvangsnám á Landspítala.

Beiðnir um iðjuþjálfun berast frá deildum spítalans ýmist frá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðru fagfólki. Í samráði við teymi hverrar deildar er gerð áætlun um meðferð.

Staðsetning

Iðjuþjálfunin er staðsett á endurhæfingadeild LSH í Fossvogi á 1. hæð í B álmu.

Starfsemi

Alls starfa 8 iðjuþjálfar á deildinni í 7,5 stöðugildum og 3 aðstoðarmenn í 1,9 stöðugildum.

Unnið er á lyflækningasviði I, skurðlækningasviði og öldrunarsviði. Einnig starfa iðjuþjálfar á gjörgæslu- og gæsludeild og í ýmsum teymum innan spítalans. Það eru t.d. MND-teymi, parkinson-teymi, heilablóðfallsteymi og útskriftar- og öldrunarteymi.

Nemar í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri koma í vettvangsnám í Fossvog.

Starfsemin í iðjuþjálfun er frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.
Hægt er að senda beiðni um þjónustu iðjuþjálfa á sérstökum eyðublöðum fyrir endurhæfingarsvið eða hafa samband í síma:

Iðjuþjálfun: 543 9145
Skrifstofa: 543 9140.
Yfiriðjuþjálfi: 543 9133

Þjónusta

Starfsemi iðjuþjálfa á bráðasjúkrahúsi felst fyrst og fremst í mati á færni skjólstæðings við iðju, þ.e. við eigin umsjá, störf og tómstundir. Einnig er gerð skimun á vitrænni færni. Veigamikill þáttur er að meta hjálpartækjaþörf skjólstæðinga.
Íhlutun felst í ADL þjálfun (athafnir daglegs lífs) ráðgjöf, útvegun og kennslu í notkun hjálpartækja. Iðjuþjálfar fara með skjólstæðingum í heimilisathuganir í tengslum við útskrift og meta færni við akstur þar sem við á.

Iðjuþjálfar veita fræðslu og forvarnarstarf fyrir liðskiptaaðgerðir. Einnig er veitt fræðsla um liðvernd og orkusparandi vinnuaðferðir og ráðgjöf veitt til að fyrirbyggja byltur í heimahúsum.

Starfsemi iðjuþjálfunar er skjólstæðings- og iðjumiðuð. Það þýðir að skjólstæðingur, í samvinnu við iðjuþjálfa, gerir grein fyrir iðjuvanda sínum, þörfum og áherslum í iðjuþjálfun. Skjólstæðingur tekur virkan þátt og ábyrgð í endurhæfingunni og vinnur markvisst að því að ná betri færni við iðju í samvinnu við iðjuþjálfa.

Eftir því sem við verður komið bjóða sérhæfðir aðstoðarmenn iðjuþjálfa uppá virkni- og tómstundaiðju. Aðstoðarmenn veita einnig þjónustu á deildum t.d. blaðalestur, bingó og vöfflubakstur þar sem skjólstæðingar eru virkir þátttakendur.

Endurhæfing eftir greiningu krabbameins
Göngudeildin er staðsett á fyrstu hæð B álmu í Fossvogi, B-1.

Heimilisathugun

Iðjuþjálfar fara heim með skjólstæðingum og meta færni þeirra í eigin umhverfi, meta þörf fyrir hjálpartæki og/eða húsnæðisbreytingar. Iðjuþjálfar veita ráðgjöf sem stuðlar að auknu öryggi skjólstæðinga heima við og fyrirbyggja byltur. Ýmis hjálpartæki geta gert skjólstæðingnum kleift að búa heima.

Hjálpartæki

Stór þáttur í starfi iðjuþjálfa á bráðasjúkrahúsi er mat á þörf fyrir hjálpartæki og hvort skjólstæðingur geti nýtt sér þau. Iðjuþjálfi sér um að útvega tækin og kenna notkun þeirra.

Sótt er um hjálpartækin til Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingarstofnunar ríkisins á sérstökum eyðublöðum.

Hjálpartækjamiðstöð sendir svar um úrskurð til skjólstæðinga og iðjuþjálfa. Í flestum tilfellum þurfa skjólstæðingar að nálgast tækin sjálfir.

Dæmi um algeng hjálpartæki eru:

  • Sokkaífæra
  • Griptöng
  • Upphækkun á salerni/ rúm
  • Stuðningur við salerni/rúm
  • Hjólastóll
  • Vinnustóll
  • Öryggishnappur
  • Sessa
  • Hnífapör
  • Ýmis smáhjálpartæki tengd eigin umsjá og heimilisstörfum

Spelkugerð

Iðjuþjálfar útbúa spelkur fyrir efri útlimi. Dæmi um slíkar spelkur eru hvíldarspelkur, spelkur til að koma í veg fyrir kreppur og spelkur til að auka færni.

Mat á færni við akstur

Iðjuþjálfar meta færni við akstur í samstarfi við Guðbrand Bogason ökukennara. Sé grunur um að skjólstæðingur hafi skerta getu til að aka bifreið, t.d. vegna elliglapa eða áhrifa heilablóðfalls, er æskilegt að gert sé ökumat. Hentug hjálpartæki geta gert skjólstæðingi með líkamlega fötlun kleift að aka bifreið, s.s. handstýring fyrir bremsu og bensín.

Mögulegt er að fá skilyrt ökuleyfi t.d. takmarkað við akstur í dagsbirtu og ákveðnar ökuleiðir. Sjónsviðsmæling, gerð af augnlækni, þarf að liggja fyrir áður en ökumat fer fram. Í ökumatinu er notaður sérstakur gátlisti eftir Lilju Ingvarsson og Sigrúnu Garðarsdóttir iðjuþjálfa.

Ökumat

Iðjuþjálfar framkvæma ökumat í samstarfi við Guðbrand Bogason ökukennara þar sem færni skjólstæðinga til að aka bifreið er metin. Sé grunur um að skjólstæðingur hafi skerta getu til að aka bifreið, t.d. vegna elliglapa eða áhrifa heilablóðfalls, er æskilegt að gert sé ökumat. Hentug hjálpartæki geta gert skjólstæðingi kleift að aka bifreið s.s. handstýring fyrir bremsu og bensín.
Mögulegt er að fá skilyrt ökuleyfi t.d. takmarkað við akstur í dagsbirtu og ákveðnar ökuleiðir. Sjónsviðsmæling, gerð af augnlækni, þarf að liggja fyrir áður en ökumat fer fram.
Í ökumatinu er notaður sérstakur gátlisti.

Teymisvinna/ samstarf

Iðjuþjálfar eru virkir þátttakendur í teymisvinnu á almennum deildum og einnig í MND- og heilablóðfallsteymi.

Iðjuþjálfi er í útskriftar- og öldrunarteymi spítalans þar sem útskrift er undirbúin með þeim úrræðum sem í boði eru. Mikilvægt er að meta þörf skjólstæðinga fyrir þjónustu/aðstoð þegar heim er komið.

Iðjuþjálfar sitja fjölskyldufundi þegar við á. Náið samstarf með aðstandendum er mikilvægt í matsíhlutunar- og útskriftarferli skjólstæðinganna.

Iðjuþjálfar eiga í samstarfi við iðjuþjálfa á öðrum stöðum, t.d. í heilsugæslunni, á öðrum sjúkrastofnunum, hjúkrunarheimilum og víðar. Einnig er samstarf við aðrar fagstéttir utan stofnunarinnar, t.d. heimahjúkrun, félagsþjónustu, svæðisskrifstofu fatlaðra og ýmsa verktaka.

Matstæki

Til að meta færni við iðju nota iðjuþjálfar aðallega eftirtalin matstæki:
A-ONE, AMPS ,Barthel Index og COPM.
Til að meta vitræna færni eru eftirtalin matstæki notuð: MMSE, 3MS og MSQ.
Auk þess fylgjast iðjuþjálfar með skjólstæðingum við iðju og meta þannig færni hans.

Starfsmenn

Kristín Einarsdóttir yfiriðjuþjálfi. s. 543 9133 keinarsd@landspitali.is

Alís Inga Freygarðsdóttir fageiningarstjóri endurhæfingar eftir krabbamein alisif@landspitali.is

Auður Hafsteinsdóttir, fageiningarstjóri í sjúkrahústengdri heimaþjónustu audurhaf@landspitali.is

Ása Lind Þorgeirsdóttir iðjuþjálfi, öldrunarþjónustu asathor@landspitali.is

Harpa María Örlygsdóttir fageiningarstjóri öldrunarþjónustu harpamo@landspitali.is

Hrönn Guðmundsdóttir iðjuþjálfi, lyflækningasviði  hrgudmun@landspitali.is

Helga Þorbjarnardóttir fageiningarstjóri skurðlækningasviðs helgamth@landspitali.is

Kolbrún Héðinsdóttir fageiningarstjóri lyflækningasviðs kolbrh@landspitali.is  

Auður Ólafsdóttir aðstoðarmaður

Elfa Björk Benediktsdóttir aðstoðarmaður elfabb@landspitali.is

Kjartan Hávarður Bergþórsson kjarthb@landspitali.is

Krækjur

Iðjuþjálfafélag Íslands
Háskólinn á Akureyri/Námsbraut í iðjuþjálfun  
Tryggingastofnun ríkisins /hjálpartækjamiðstöð