Iðjuþjálfun Kleppi

Iðjuþjálfun Kleppi er á bakvið Kleppsspítalann. Sjá loftmynd af Kleppi. Iðjuþjálfun er í tveimur húsum: Hvítahúsið í húsi 10 og iðjuþjálfun vinnusal í húsi 8

Starfsemi

Iðjuþjálfun er með starfsemi frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga. Iðjuþjálfunin er opinn fyrir þjálfun sjúklinga alla virka daga frá kl.9.00-12.00 og 13.00-15.00, nema eftir hádegi föstudaga.

Nemendur í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri koma í vettvangsnám á Klepp. Iðjuþjálfun þjónustar allar legudeildir og göngudeild innan endurhæfingar geðsviðs Kleppi ásamt sjúklingum sem eru í eigin búsetu og eru í endurhæfingu. Einnig sinnir iðjuþjálfun eftirfylgd sjúklinga frá Sogni og endurhæfingu LR (Laugarási og Reynimel). Iðjuþjálfar eru í samstarfi við aðrar fagstéttir s.s. geðlækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, listmeðferðarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraþjálfa. Iðjuþjálfar sinna einnig eftirfylgd eftir útskrift af legudeildum Landspítala.

Eftirfylgd getur farið fram á ýmsum vettvangi s.s. á heimili, vinnustað, verið önnur úrræði fyrir utan sjúkrahúsið og/ eða í formi stuðningsviðtala. Í iðjuþjálfun er fjölbreytt starfsemi í boði s.s. einstaklingsþjálfun, hópmeðferð og starfsendurhæfing. Iðjuþjálfun er einstaklingsmiðuð, tekið er mið af andlegum, líkamlegum og félagslegum þörfum og færni einstaklinga hverju sinni. Í samvinnu við einstaklinga eru sett persónuleg langtíma- og skammtímamarkmið sem reglulega eru endurskoðuð, þar er lögð áhersla á að taka mið af áhugasviði og getu einstaklingsins hverju sinni.

Beiðnir

Beiðnir um iðjuþjálfun berast frá deildum endurhæfingar geðsviðs skriflega og/eða rafrænt í Sögukerfi á eyðublað merkt Beiðni um meðferð/rannsókn frá geðlæknum/fagfólki geðsviðs LSH og sjálfstætt starfandi geðlæknum.

  • Iðjuþjálfar geðsviði
  • Iðjuþjálfun á Landspítala
  • Iðjuþjálfafélag Íslands