Sérhæfð endurhæfingargeðdeild

Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er fyrir sjúklinga með geðklofa og aðra alvarlega geðsjúkdóma. Fólk leggst inn á deildina m.a. vegna versnandi geðsjúkdóms, endurmats á meðferð og jafnvel uppvinnslu líkamlegra sjúkdóma. Deildin hefur einnig sérhæft sig í meðferð fólks með geðsjúkdóma samhliða alvarlegum atferlistruflunum (þroskahefta). Meðferðarform er einstaklingshæft með þarfir hvers og eins að markmiði. Haft er samráð við fjölskyldu sjúklings og fjölskyldufundir eru haldnir Lögð er áhersla á sjálfstæði hvers einstaklings og hann aðstoðaður við að finna leiðir til að takast á við athafnir daglegs lífs.

Á deildinni er gert ráð fyrir 12 sjúklingum og er hún staðsett á 1. hæð í aðalbyggingu á Kleppi

Heimilt er að heimsækja sjúklinga í samráði við starfsfólk til kl. 21:00

Símatímar eru ekki á neinum afmörkuðum tíma

Símanúmer

  • Vakt 543 4233
  • Deildarstjóri: 543 4210
  • Yfirlæknir: 543 1000
  • Sjúklingasími: 543 4011