1140x175Haus_Innkirtladeild_2_2017.jpg (179565 bytes)

Innkirtladeild

Staðsetning: LSH Fossvogi, A3 þriðju hæð gengið inn um aðalinngang
Afgreiðslusími: 543 6040 eða skiptiborð 543 1000)
Tímapantanir:  Milli kl 08:00 og 16:00 alla virka daga nema föstudaga frá 8-12.
Yfirlæknir: 
Rafn Benediktsson

Einnig er hægt að panta tíma hér eða senda tölvupóst á innkirtladeild@landspitali.is

Hafa samband við deildina

Frétt - 9.05. 2017 |>>

 

    Í NEYÐ  | >  

Neyðarsími 112 

Staðsetning: Landspítalinn í Fossvogi. Göngudeild sykursjúkra A-3 - 3. hæð. Gengið inn fum aðalinngang.

Undirbúningur fyrir komu á göngudeild (pdf) eða skoðið flypan hér ofan.

ATH: Eingöngu er tekið við nýjum sjúklingum eftir tilvísun frá lækni

Sykursýki, diabetes, þýðir að blóðsykur er hækkaður miðað við eðlileg gildi. Þetta er sjúkdómur sem upp kemur vegna lélegrar virkni og/eða framleiðslu insúlíns í líkamanum. Insúlín er hormón sem er nauðsynlegt til að sykur komist úr blóðinu og inn í frumur líkamans og nýtist þar sem orka. Ef virkni og/eða framleiðsla insúlíns er léleg nýtast kolvetni úr fæðunni ekki sem skyldi og blóðsykur hækkar.
Meðferð við hækkuðum blóðsykri er mismunandi frá einum einstaklingi til annars.

Eftirfarandi eiga að vera í eftirliti á göngudeild:

 • Sykursýki tegund 1 
 • Sykursýki tegund 2 með svæsna fylgikvilla eða í mikilli hættu á fylgikvillum:
 •  Virkt fótasár eða saga um fótasár/vandamál 
 • Svæsinn augnkvilli 
 • Svæsinn taugakvilli 
 • Nýrnakvilli

Einnig þeir sjúklingar með sykursýki 2 sem:

 • Erfiðlega gengur að ná markmiðum
 • Eru á flókinni og fjölþættri lyfjameðferð
 • Eru á flókinni insúlínmeðferð
 • Að öllu jöfnu bókað gegnum ritara í s 543 6331 eða með tölvupósti í netfangið innkirtladeild@lsh.is

Staðsetning: Landspítalinn í Fossvogi. Göngudeildin er á A-3 - 3. hæð. Gengið inn um aðalinngang,

Undirbúningur fyrir komu á göngudeild

Að öllu jöfnu bókað gegnum ritara í s 543 6331 eða með tölvupósti í netfangið innkirtladeild@lsh.is

Staðsetning: Landspítalinn í Fossvogi 3. hæð E-álma, aðalbygging 108, Reykjavík Sími 543-8310 Fax 543-2247

Afgreiðsla deilarinnar er á miðjum gangi í E-álmu á 3. hæð.
Tölvusneiðmyndir eru staðsettar á 2. hæð E-álmu og segulómun er í G-álmu á 3.hæð.

Tímapantanir
Hægt er að panta tíma í beinþéttnimælingu hér   og fer hún núna gegnum afgreiðslu röntgendeildar á opnunartíma hennar.

Afgreiðsla röntgendeilda er opin frá kl. 08:00 – 16:00 virka daga. Þá er tekið við tímapöntunum og niðurstöður rannsókna afgreiddar.

Ávallt verður að vera læknisfræðileg ástæða fyrir röntgenrannsóknum og þær skal framkvæma á viðurkenndan hátt, þannig að geislun verði eins lítil og unnt er. Þá er sú hætta sem fylgir geisluninni réttlætanleg og tryggt er að ávinningur sjúklings er meiri en áhættan.

Bein er lifandi vefur sem er í stöðugri umsetningu, þ.e. eyðist og nýmyndast. Það eru fyrst og fremst tvær tegundir frumna sem koma að þessu ferli: osteoblastar sem mynda bein og osteclastar sem eyða beini. Þessi hringrás á sér stað alla ævi og hvort ferlið um sig er ríkjandi á mismunandi æviskeiðum.

Þessi ferli eru undir stjórn hormóna og fleiri þátta svo sem næringu og líkamlegu álagi. Jafnvægið getur raskast vegna sjúkdóma og með aldrinum verða ákveðnar breytingar þannig að beineyðing verður ríkjandi hjá báðum kynjum. Ýmis lyf geta einnig haft mikilsverð áhrif í átt til beinþynningar.

Beingisun og beinþynning >> 

Þarf ég beinþéttnimælingu
Mæla beinþéttni aftur
Verklag við beinþéttnimælingu
Beingisnun og beinþynning

Mataræði

Í ávöxtum er ávaxtasykur, sem getur hækkað blóðsykur sé þeirra neytt í miklu magni, en einnig mjög mikið af mikilvægum næringarefnum. Trefjainnihald ávaxta dregur úr blóðsykurhækkun og því er sjálfsagt að borða ávexti daglega. Ágætt er að miða við að borða ekki meira en einn ávaxtaskammt í hverri máltíð. Einn skammtur getur t.d. verið lítið epli, lítil appelsína, hálfur banani, 10 vínber eða lítil pera. Í hreinum vaxtasöfum og -hristingum er hins vegar mikið magn ávaxtasykurs sem meltist auðveldlega og hækkar blóðsykur hratt. Því er æskilegt að halda neyslu á ávaxtasöfum og -hristingum í lágmarki. Einnig er ágætt að hafa í huga að þurrkaðir ávextir innihalda jafn mikinn ávaxtasykur og ávöxturinn ferskur. Því er mikilvægt að huga að skammtastærðum á þurrkuðum ávöxtum. Fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 1er mikilvægt að reikna með kolvetnunum í ávöxtum og ávaxtasöfum þegar insúlínmagn máltíða er áætlað.
Mataræði sem fólki með sykursýki er ráðlagt er í stórum dráttum það sama og fólki er almennt ráðlagt, það er að segja hollur og fjölbreyttur matur sem stuðlar að því að við fáum þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Trefjaríkur matur mettar vel, getur átt þátt í að koma á betri blóðsykurstjórn og lækkað styrk kólesteróls í blóði. Það er því ráðlagt er að velja trefjaríkan mat umfram aðra kolvetnisgjafa. Sem dæmi um trefjaríkan mat eru baunir, linsur, grænmeti, ávextir, gróft korn og grófar kornvörur, s.s. gróft brauð. Takmarka ber hins vegar neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri og öðrum fínunnum kolvetnum og/eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur.

Um 80% af viðbættum sykri í fæði Íslendinga koma úr gos- og svaladrykkjum, sælgæti, kökum, kexi og ís, þar af tæpur helmingur úr gos- og svaladrykkjum. Vörur sem innihalda mikið af viðbættum sykri veita oftast lítið af nauðsynlegum næringarefnum og öðrum hollefnum en geta hækkað blóðsykur hratt, sérstaklega drykkirnir. Því er rétt að gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís og drekka lítið eða helst ekkert af sykruðum gos- og svaladrykkjum. Fátt bendir til þess að sætuefni, s.s. stevia, aspartam, asesúlfam-K, xylitol o.fl. hafi áhrif á blóðsykur og ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi þeirra ef þeirra er neytt innan ákveðinna marka. Neysla þessara efna ætti þó að vera hófleg. Ekki er ráðlagt að neyta sælgætis sem er sérstaklega markaðssett fyrir einstaklinga með sykursýki þar sem slíkar vörur innihalda oft fitu af lélegum gæðum og/eða sætuefni í stað sykurs.

Ef þú ert með sykursýki af tegund 1 er æskilegt að tileinka sér kolvetnatalningu til að áætla insúlínskammta með máltíðum. 

Kolvetnatalning snýst um að meta magn kolvetna í máltíðinni sem ætlunin er að neyta. Magn kolvetna segir svo til um það magn insúlíns sem líkaminn þarfnast með máltíðinni til að halda blóðsykri innan marka. Kolvetnatalning er því góð leið til að meta insúlínþörf fyrir einstaklinga með tegund 1 sykursýki sem og aðra sem þurfa að nota insúlín með máltíðum. 
Það er allt í lagi að borða brauð í hóflegu magni en það er mikilvægt hvernig brauð er valið. Almennt er mælt með því að velja brauð og aðrar kornvörur úr heilkornum en þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Sem dæmi um notkun er að nota heilkorn í bakstur eða grauta, t.d. rúg, bygg, eilhveiti, grófmalað spelt eða hafra og nota bygg, hýðishrísgrjón og heilkornapasta sem meðlæti í stað fínunninna vara. Því minna unnið sem kornið er því minni áhrif hefur neysla þess á blóðsykur.

Sykursýki og íþróttir

Ráðleggingar fyrir einstaklinga með sykursýki eru þær sömu og fyrir heilbrigða einstaklinga. Gert er ráð fyrir þolþjálfun í 150 mínútur á viku og styrktarþjálfun tvisvar í viku þar að auki. Best er að skipta þolþjálfuninni niður á 5 daga, 30 mínútur í hvert skipti.
Dagana þar sem æft er þarf að minnka insúlíngjafir. Það er gert með því að draga úr skammti um morgun þ.e. Lantus, Levemir eða Tresiba. Ekki gefa stuttvirkt insúlín ef styttra en 3 tímar eru í æfinguna nema sykurinn sé mjög hár (yfir 15 mmól/l). Enginn einstaklingur er eins og því er ekki hægt að segja með vissu hve mikið þarf að minnka skammtinn. Til að byrja með væri hægt að prófa að minnka langvirka insúlínið um 30% og jafnvel upp í 50% ef æfingin er af mikilli ákefð. Hægt er að hafa samband við göngudeildina ef þetta er vandamál sem kemur niður á íþróttaiðkun.

Ferðalög

Mikilvægt er að hafa í handfarangri vottorð frá lækni þar sem fram kemur að þú sért með sykursýki og hvernig hún er meðhöndluð - insúlín, töflur, fæði. Við vopnaleit þarf að gera grein fyrir ástæðu þess að insúlín, GlucaGen, sprautur, nálar, blóðhnífar og insúlíndæla eru í handfarangri.
Þeir sem nota insúlín ættu að ganga á ferðalögum með áletrað MedicAlert armband eða hálsmen .
Hafðu alltaf á þér upplýsingar þar sem fram kemur nafn, aðsetur t.d hótel og sími. Hafðu einnig upplýsingar um aðila s.s. ferðafélaga sem hægt er að hafa samband við ef eitthvað kemur upp á. Ef þú ert ein/n á ferð t.d. í flugi er ráðlegt að láta flugliða vita að þú hafir sykursýki (tegund I). Ef þú ferðast með öðrum láttu að minnsta kosti einn aðila vita að þú hafir sykursýki og alltaf skal upplýsa fararstjóra um sykursýkina og hvernig skuli brugðist við bráðatilvikum

Mundu eftir Tryggingum og kynntu þér upplýsingar um ferðir innan og utan EES hlekkur
Lyf Öll lyf eiga að vera í handfarangri ásamt nálum, blóðsykurmæli og fylgihlutum hans
Þeir sem eru með tegund 2 sykursýki og nota langvirkt insúlín, en ekki hrað- virkt insúlín, ættu að ræða við meðferðaraðila hvort ástæða sé til að hafa það meðferðis sem viðbótarlyf í séstökum tilfellum.

Ferðalög og sykursýki (pdf) þar er einnig að finna Gátlista yfir atriði sem þarf að hafa í huga 

Beinþynning

Samkvæmt Alþjóðasamtökum um beinþynningu (International Osteoporosis Foundation) er áhætta á beinbrotum vegna beinþynningar aukin bæði hjá einstaklingum með sykursýki af tegund 1 og tegund 2. Þannig er fólk með tegund 1 í 6,5 falt meiri áhættu að hljóta mjaðmarbrot en heilbrigðir jafnaldrar við 65 aldur. Í tegund 2 er þessi áhætta við 65 ára aldur 2,5 föld meiri en hjá heilbrigðum.

Margir samverkandi þættir verða til þess að áhætta fólks með sykursýki er meiri.  

 • báðum tegundum virðist endurnýjun beinsins vera hægari, efniseiginleikar beinsins og bygging þess breytist. Seinna atriðið hefur einkum verið tengt skemmdum í smá- og hár-æðum sem sjá beininu fyrir næringu úr blóðrásinni.
 • Því lengur sem einstaklingur hefur haft sykursýki þeim mun meiri hætta er á fylgikvillum eins og beinþynningu.
 • Engar ráðleggingar eru til um hvenær ætti að hefja beinverndandi meðferð hjá einstaklingum með sykursýki og það er því alltaf mat þíns læknis hvort og hvenær ætti að vísa í beinþéttnimælingu. Ef þú hefur hins vegar brotnað ákveðnum brotum sem oftar má rekja til beinþynningar er skynsamlegt að gera beinþéttnimælingu
 • Beinþéttnimæling er sársaukalaus mæling sem tekur um hálfa klukkustund. Beinþéttni í lærleggshálsi og mjóbaki er mæld en einnig er spurt um aðra áhættuþætti. Sérfræðilæknir eða heimilislæknir túlkar niðurstöður mælinga og ákveður hvort hefja á frekari beinverndandi meðferð eða ekki.
 • Allir ættu að passa upp á kalk og D-vítamín búskap. Miðað er við 800 mg af kalki á dag og 1000 alþjóðaeiningar af D-vítamíni (1000 IU).

Augnsjúkdómar

Áhrif sykursýki á augað

Sykursýki getur haft margvísleg áhrif á augað. Alvarlegasti augnsjúkdómurinn sem sykursýki orsakar tengist sjónhimnunni og þá sérstaklega æðunum sem liggja um hana. Breytingar sem verða á augnbotnum vegna sykursýki eru flokkaðar í þrjú stig: Almennar breytingar, breytingar á gula blettinum og nýæðamyndun. Önnur einkenni vegna sykursýki getur verið tímabundið óskýr sjón sem getur komið fram hvenær sem er ef blóðsykur hækkar um of. Tímabundið óskýr sjón stafar af vökvasöfnun í augasteini vegna skyndilegrar hækkunar á blóðsykri. Þessi breyting á sjón hverfur án meðferðar fljótlega eftir að tekist hefur að ná stjórn á blóðsykrinum. 

Skýmyndun á augasteini veldur því að sjónin verður óskýr vegna þess að ljós kemst illa gegnum matta linsuna inn að augnbotni. Þetta er mjög algengur augnsjúkdómur sem kemur fram og ágerist eftir því sem fólk eldist. Þeir sem eru með sykursýki eru oftast yngri þegar þeir þróa með sér skýmyndun á augasteini en þeir sem ekki eru með sykursýki. Meðferð við skýmyndun á augasteini er augasteinsskipti þar sem skýjaða linsan er fjarlægð og í staðinn sett sílíkonlinsa sem hjálpar auganu að ná fókus.
Ef blóðsykurstjórn er ásættanleg minnkar hættan á sjóntapi. Þetta eru þeir meginþættir sem nokkuð auðveldlega er hægt að hafa áhrif á til að lágmarka sjóntap af völdum sykursýki.

Mikilvægi augnskoðana

Mikilvægt er að fara reglulega í augnskoðun svo hægt sé að fylgjast með breytingum á sjónhimnu og öðrum hlutum augans. Þó einstaklingur sé með sykursýki þarf það ekki endilega að þýða að viðkomandi verði fyrir sjóntapi . Ef blóðsykur- og blóðþrýstistjórn er góð eru minni líkur á augnvandamálum. Oftast er hægt að koma í veg fyrir verulegt sjóntap af völdum sykursýki ef farið er reglulega í augnskoðun og viðeigandi læknisaðgerðir framkvæmdar þegar á þarf að halda.

Frekari upplýsingar um augnsjúkdóma tengda sykursýki (pdf)

Fótamein

Fótamein sykursjúkra eru einn alvarlegasti fylgikvilli sykursýki. Orsakir fótameina sykursjúkra eru marvísleg og má þar telja taugamein, útæðasjúkdóm, breytingar á lögun og burði fótar sem og aukinni hættu á sýkingum, sárum og drepi. Fótamein sykursjúkra þarfnast oft bráðrar athygli og meðferðar og getur skilvirkni á fyrstu skrefum meðferðar skipt sköpum.

Einstaklingsmiðuð meðferð

Öll meðferð og ummönun þessa sjúklingahóps tekur mið af þörfum og óskum hvers sjúklings. Góð samskipti sem byggjast á gagnreyndum upplýsingum til sjúklings eru hér lykilatriði. Markmiðið er að sjúlingar geti tekið upplýstar ákvarðanir og borið ábyrgð á eigin meðferð.
Ef minnsti grunur er um fótasár vegna sykursýki er mikilvægt að leita aðstoðar heilbrigðisstarfsmanns með sérþekkingu á fótameinum sykursjúkra. Ef um alvarlegt fótasár er að ræða er alltaf rétt að leita á bráðamóttöku.
Frekari upplýsingar eru að finna í fræðsluefni um fótamein.

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem hafa greinst með sykursýki af tegund 1. Aðstandendur eru einnig velkomnir. Námskeiðið er tvo daga eftir hádegi : 2. nóvember og 9. nóvember.

Staður:  Landspítalinn Fossvogi, Litlu-Blásalir, 7. hæð

Stund: 2. nóvember í frá kl. 13:00-16:00 og 9. nóvember frá kl. 13:00-16:00


Tilgangur:
Að aðstoða einstaklinga með nýgreinda sykursýki af tegund 1 að skilja
a) eðli sjúkdómsins og helstu meðferðarúrræði  
b) mikilvægi þess að ná góðri stjórn á sjúkdómnum og áhrifum hans á heilsu þeirra, líðan og athafnir daglegs lífs.

Lögð er áhersla á að styðja og hvetja hvern þátttakanda til að axla ábyrgð á eigin heilsu og meðferð og að afla sér nægrar þekkingar
til að geta tekið upplýstar ákvarðanir þar af lútandi.

Lýsing:

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um sykursýki af tegund 1, orsakir og eðli sjúkdómsins, einkenni of hás og of lágs blóðsykurs og hugsanlega fylgikvilla. Skoðaðir verða mismunandi meðferðarmöguleikar sem í boði eru og áhrif ýmissa þátta á gang sjúkdómsins og 
blóðsykurstjórn með sérstaka áherslu á áhrif hreyfingar og mataræðis. Þá verða veittar ýmsar hagnýtar upplýsingar sem máli skipta og gefinn góður tími fyrir spurningar og umræðu.

Þátttakendur eru hvattir til að koma undirbúnir með spurningar, taka virkan þátt í umræðunni og deila skoðunum sínum og reynslusögum.

Að námskeiðinu koma sérfræðilæknir, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari og næringafræðingar.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á Jónu K. Kristinsdóttur skrifstofustjóra Innkirtladeildar með netfangið: jonakk@landspitali.is

 

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem hafa greinst með sykursýki af tegund 1. Aðstandendur eru einnig velkomnir. Námskeiðið er tvo daga eftir hádegi,2. nóvember og 9. nóvember.

Staður:  Landspítalinn Fossvogi, Litlu-Blásalir, 7. hæð

Stund: 2. nóvember í frá kl. 13:00-16:00 og 9. nóvember frá kl. 13:00-16:00

Tilgangur:
Að aðstoða einstaklinga með nýgreinda sykursýki af tegund 1 að skilja 
a) eðli sjúkdómsins og helstu meðferðarúrræði  
b) mikilvægi þess að ná góðri stjórn á sjúkdómnum og áhrifum hans á heilsu þeirra, líðan og athafnir daglegs lífs. 

Lögð er áhersla á að styðja og hvetja hvern þátttakanda til að axla ábyrgð á eigin heilsu og meðferð og að afla sér nægrar þekkingar
til að geta tekið upplýstar ákvarðanir þar af lútandi.

Lýsing:

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um sykursýki af tegund 1, orsakir og eðli sjúkdómsins, einkenni of hás og of lágs blóðsykurs og hugsanlega fylgikvilla. Skoðaðir verða mismunandi meðferðarmöguleikar sem í boði eru og áhrif ýmissa þátta á gang sjúkdómsins og 
blóðsykurstjórn með sérstaka áherslu á áhrif hreyfingar og mataræðis. Þá verða veittar ýmsar hagnýtar upplýsingar sem máli skipta og gefinn góður tími fyrir spurningar og umræðu.

Þátttakendur eru hvattir til að koma undirbúnir með spurningar, taka virkan þátt í umræðunni og deila skoðunum sínum og reynslusögum.

Að námskeiðinu koma sérfræðilæknir, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari og næringafræðingar.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á Jónu K. Kristinsdóttur skrifstofustjóra Innkirtladeildar með netfangið: jonakk@landspitali.is

 

Námskeiðið er ætlað einstaklingum með insúlíndælu sem hafa áhuga á að nýta sér CareLink forritið til að bæta blóðsykursstjórn og þeir aðstandendur sem vilja.

Staður:     Landspítalinn Fossvogi, Suðursalir Gengið inn um aðalinngang og inn um hurð (merkt tölvusneiðmyndir) við hliðina á Rauða Kross búðinni, beygið til vinstri út ganginn og til hægri og niður stiga - merkt kennslustofur) 

Stund: 1. júní kl. 13:00-16:00

Skráning:    Vinsamlega sendið upplýsingar um nafn og kennitölu á netfangið: jonakk@landspitali.is

  

Tilgangur:

Að aðstoða einstaklinga sem nota insúlíndælu sem meðferð við sykursýki við að:
1) lesa úr CareLink skýrslu, finna mynstur og vandamál svo hægt sé að bæta blóðsykurstjórn og
2)
 öðlast betri skilning á áhrifum insúlíns, kolvetna og hreyfingar.

Lögð er áhersla á að styðja og hvetja hvern þátttakanda til að axla ábyrgð á eigin meðferð og að afla sér nægrar þekkingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir.

 

Lýsing:

Á námskeiðinu verður fjallað um Care Link hugbúnaðinn og þátttakendum sýnt hvernig hægt er að nýta sér upplýsingar sem þar fást til að meta blóðsykurstjórn og gera nauðsynlegar breytingar á dælustillingum. Þá verða veittar ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi sykursýki og aðlögun sjúkdómsins að daglegu lífi.

Veittur verður góður tími fyrir spurningar og vangaveltur. Þátttakendur eru hvattir til að koma undirbúnir með spurningar, taka virkan þátt í allri umræðu og til að deila skoðunum sínum og reynslusögum.

 

Markmið:

Að þátttakendur öðlist

# þekkingu á virkni og notagildi CareLink hugbúnaðarins

# færni í að lesa úr CareLink skýrslu greina mynstur og vandamál sem þarfnast úrlausnar.

# skilning og færni til að framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að bæta blóðsykurstjórn.

 

 Dagskrá

 13:00 til 13:15

Þátttakendur boðnir velkomnir

 

 13:20 til 14:20

CareLink hugbúnaðurinn sem mikilvægt skref í átt að bættri blóðsykurstjórn.

Sýnidæmi

Fyrirspurnir/Umræður

 

 14:20 til 14:30

Hlé

 

14:30 til 15:00

CareLink Personal, uppsetning og notkun

Fyrirspurnir/Umræða

 

 

15:00 til 15:30

Ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi líf með sykursýki

Almennt um insúlíndælur

Notkun Bolus Wizard og mismunandi bólusa

Að ferðast með insúlíndælu og sensor

Að taka af sér insúlíndælu tímabundið

Notkun tímabundins insúlíngrunns/basals

Áhrif ýmissa þátta á blóðsykurstjórn, s.s. áhrif hreyfingar, veikinda, streitu og alkóhóls

Næring

 

Viðtal á Göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma

Göngudeild sykursjúkra
Staðsetning: Landspítalinn í Fossvogi. Göngudeild sykursjúkra A-3 - 3. hæð. Gengið innum aðalinngang.  

1. Blóðprufur/þvagsýni

 • Blóðprufur eru teknar á Rannsóknardeild á 1. hæð á Landspítalnum í Fossvogi Gengið er inn hægra megin við aðalinngang á 1. hæð.
 • Láttu vita að þú sért að fara í viðtal á Göngudeild sykursýki en greitt er fyrir prufur um leið á rannsóknardeild.
 • Ef sjúklingur á að koma í blóðprufur og skila þvagsýni fyrir viðtal er æskilegast að sjúklingur komi nokkrum dögum fyrir tíma á göngudeild.
 • Þvagprufum (miðbuna morgunþvags) skal einnig skilað á Rannsóknardeild einu sinni á ári eða skv. fyrirmælum læknis.

2. Greiðsla fyrir göngudeildargjald - móttaka í skála á 3ju hæð A-3.
     Greitt er eftir að viðtal hefur farið fram samkvæmt gjaldskrá LSH.

3. Mælingar í mótttöku göngudeildar
Við komu á göngudeild mælir sjúkraliði blóðþrýsting, hæð, þyngd og mittismál.

4. Viðtal við lækni

Gæðaferli LSH byggir á því að betur sjá augu en auga. Vegna vinnufyrirkomulags lækna á deild, má gera má ráð fyrir að þú hittir ekki alltaf sama lækni þegar þú kemur. Við reynum alltaf að tryggja bestu þjónustu sem völ er á og samfellu í meðferð. Búast má við því að ungir læknar og aðrar stéttir í námi séu við störf á deildinni.

5. Afbókun- forföll. Sjúklingur kemst ekki í viðtal
Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega í síma 543-6331 eða með tölvupósti á netfangið:innkirtladeild@lsh.is
Vinsamlega setjið nafn og kennitölu þess sem á bókaðan tíma í tölvupóstinn.

6. Hafðu með þér blóðsykurmælingar og blóðþrýstingsmælingar.
Það er mikilvægt að sjúklingur taki alltaf með sér sykursýkisdagbókina þar sem skráðar eru upplýsingar um blóðsykursmælingar og blóðþrýsing.

7. Undirbúðu þig fyrir viðtalið. Gott er að skrifa niður spurningar og hafa með.

 

Sjúklingaráðin Tíu >>

Hugmyndir að umræðuefnum í viðtalinu:

• Reykingar/reykleysisnámskeið
• Blóðsykurfall
• Lyfjameðferð
• Of hár blóðsykur
• Næring
• Veikindi
• Hreyfing
• Sálfræðiaðstoð/félagsráðgjafaþjónusta
• Þyngdarstjórnun
• Ráðgjöf fyrir þungun
• Fylgikvillar
• Skoðun hjá tannlækni
• Kynlíf
• Skoðun augnlæknis
• Skimun hjá fótaaðgerðarfræðingi/skimunarstjóra

 

Læknar:

Ari J. Jóhannesson
Arna Guðmundsdóttir
Bolli Þórsson
Guðni Arnar Guðnason
Helga Á. Sigurjónsdóttir
Rafn Benediktsson
Steinunn Arnardóttir
Tómas Þór Ágústsson

Hjúkrunarfræðingar:

Bryndís Gestsdóttir
Erla Kristófersdóttir
Guðrún Magney Halldórsdóttir
Jónína Guðrún Höskuldsdóttir
Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir
Kristín Linnet Einarsdóttir

Næringarfræðingar:

Bertha María Ársælsdóttir
Edda Ýr Guðmundsdóttir
Óla Kallý Magnúsdóttir (í leyfi)

Sjúkraliði

Lilja Ólafsdóttir

Fótaaðgerðarfræðingur:

Magnea Gylfadóttir

Þjónustustjóri skimunar / sjúkraþjálfari

Birkir Friðfinnsson

Móttökuritari:

Bryndís Hulda Kristinsdóttir

Skrifstofustjóri:

Jóna K. Kristinsdóttir

Við viljum upplýsa þig um starfshætti okkar og þá starfsemi sem hér fer fram.
Innkirtlasjúkdómar eru fjölmargir og mjög algengir. Þeir verða til við raskanir á hormónastarfsemi líkamans. Hormón eru efni sem stýra starfsemi líkamans og eru búin til í kirtlum inni í líkamanum (innkirtlar). Algengustu sjúkdómarnir í þessum flokki eru sykursýki, skjaldkirtilssjúkdómar og beinþynning en aðrir eru m.a. heiladinguls- og nýrnahettusjúkdómar.
Landspítalinn er háskólasjúkrahús sem ber að veita sérhæfða þjónustu fyrir alla landsmenn en einnig almenna þjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Landspítalinn gegnir mjög mikilvægu og lögbundnu menntunarhlutverki fyrir allar heilbrigðisstéttir. Þó læra megi margt af bókum er bein handleiðsla nauðsynleg og gildir það um alla; læknanema, lækna í sérnámi og sérfræðinga í öðrum fögum og stéttum eins og t.d. hjúkrunarfræðinga og heimilislækna.

Starfsemi okkar tekur mið af öllu ofantöldu og byggir á teymishugtakinu þar sem margar fagstéttir koma að málum hvers og eins. Þetta þýðir nána samvinnu við umönnun skjólstæðinganna. Stundum getur verið best að heimsækja okkur en þess á milli heimilislækninn og sumir þurfa reyndar ekki reglubundið eftirlit á sérhæfðri göngudeild.

Þú mátt því búast við því að ungir læknar og aðrar stéttir í námi séu við störf á deildinni. Þetta kennsluhlutverk þýðir líka að sérfræðingarnir á deildinni verða að vera vel að sér og það leiðir væntanlega af sér bestu og nýjustu meðferðina fyrir þig. Þetta er einmitt eðli Háskólasjúkrahúss eins og Landspítalans.

Þó viðkunnanlegt sé að hitta alltaf sama lækninn (hann þekkir okkur jú best allra), þá sjá betur augu en auga og samráð og jafningjamat eru mjög mikilvæg tæki til að tryggja gæði þjónustunnar. Þú mátt því gera ráð fyrir að þú hittir ekki alltaf sama lækni (eða hjúkrunarfræðing) þegar þú kemur hér þó svo verði oftast. Þú getur þannig treyst því að þinn læknir veit hver staðan er hjá þér og að við förum sem teymi reglulega yfir öll mál svo tryggja megi samfellu og bestu meðferð.

Staðsetning: Landspítalinn Fossvogi, A3, þriðju hæð gengið inn um aðalinngang.
Afgreiðslusími: 543 6040 (eða skiptiborð 543 1000)

KORT

Hafa samband

Netfang: innkirtladeild@lsh.is