Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga 11B/C

 w języku polskimPrzejdź do strony polskiej

Aðsetur: Aðalbygging Hringbraut 1.hæð B og C álma. Í C-álmu eru viðtalsherbergi og biðstofa. Í B-álmu eru meðferðarstofur fyrir lyfjagjafir.

Deildin er opin alla virka daga kl 8:00-16:00

Símanúmer:

 • Afgreiðsla 11B s: 543-6130 (Upplýsingar um tímabókanir og almennar fyrirspurnir)
 • Vegna vottorða: 
  • Skrifstofustjóri krabbameinslækninga: 543-6860
  • Skrifstofustjóri blóðlækninga: 543-6175
Lyfseðlar: Heilsugæslan sér um að endurnýja alla lyfseðla nema vegna sértækra lyfja sem einungis blóð- og krabbameinslæknar skrifa upp á.

Einnig er hægt að fylla út form rafrænt á netinu:
Deildin er dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein. Á deildinni er 20 meðferðapláss. Lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til 8 klst.

Á deildinni er eftirfarandi þjónusta veitt:

 • Greining og meðferð fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein
 • Fræðsla og stuðningur
 • Einkennameðferð (vegna fylgikvilla sjúkdóms eða meðferðar)
 • Stuðningsmeðferð (s.s. blóðhlutagjafir, beinþéttnilyf, hormónameðferð, meðferð við járnskorti og mótefnaskorti o.fl)
 • Þjónusta við sjúklinga sem fá krabbameinslyf á töfluformi
 • Söfnun stofnfruma

 

 Á deildinni starfa sérfæðilæknar, deildarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, læknaritarar og móttökuritarar. Einnig eru fleiri fagaðilar sjá stuðningsúrræði hér fyrir neðan.
 
Hjúkrunardeildarstjóri : Þórunn Sævarsdóttir torunnsa@landspitali.is
Yfirlæknir krabbameinslækninga: Vilhelmína Haraldsdóttir
Yfirlæknir blóðlækninga: Sigrún Reykdal

Stuðningþjónusta fyrir sjúklinga innan LSH:

Gjaldskrá 11B >>
 • Mikilvægt er að sjúklingum líði vel meðan á dvöl á deildinni stendur. Áhersla er lögð á að hafa umhverfi náðugt á meðferðarstofum. Leyfilegt er að fá til sín gesti meðan á meðferð stendur en mikilvægt er að taka tillit til stofufélaga og valda þeim ekki ónæði.
 • Ef meðferð er í nokkra klukkutíma er sjúklingum ráðlagt að hafa með sér nesti. Sjúklingar eru beðnir um að taka tillit til stofufélaga sinna og koma ekki með sterklyktandi mat.
 • Á deildinni er vatnsvél, kaffivél og kæliskápur fyrir sjúklinga. 
 • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljóðlausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma. 
 • Sjúklingar geta fengið aðgang að netinu gegnum gestanet spítalans (hér eru upplýsingar um hvernig hægt er að tengjast gestanetinu). 
 • Útvörp eru við alla meðferðarstóla/rúm. Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum. Hægt er að fá lánaða slökunardiska til að hlusta á meðan á lyfjagjöf sendur á deild.
 • Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala.
 • Meðan á krabbameinslyfjagjöf stendur eru sjúklingar beðnir um að yfirgefa ekki deildina af öryggisástæðum
 • Hraðbanki er í anddyri í aðalinngangs og sjálfsalar eru á nokkrum stöðum í húsinu.
 • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.
 • Allir sjúklingar sem hefja meðferða á deildinni fá fræðslu og blöðunga m.a um meðferð, aukaverkanir og stuðningsúrræði.

Einblöðungur um viðbótarmeðferð

Egin stofnfrumusöfnun (fræðsluefni)


Gagnlegar tenglar: