Dag- og göngudeild taugalækningadeildar

Aðsetur: Fossvogur aðalbygging. Afgreiðsla 2. hæð C2 (í skála) - inngangur
Þjónustutími: Opið kl. 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-12:00 á föstudögum. 

Aðalsími: 543 1000. Í þessu númeri er tekið við skilaboðum til lækna/læknaritara vegna vottorða, tímapantana eða lyfjaendurnýjunar sérmerktra taugalyfja.  Endurnýjun allra annarra lyfja er í gegnum heilsugæslustöð viðkomandi. 

Fax: 543 4818

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með taugasjúkdóma á borð við blóðrásartruflanir í heila, hreyfitaugungahrörnun (MND), heila- og mænusigg (MS), flogaveiki og Parkinsonsjúkdóm. Gerðar eru ýmsar rannsóknir til greininga á sjúkdómum í mið- og úttaugakerfi. Þjónustu veita læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarráðgjafar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, félagsráðgjafar, prestar, ritarar og sálfræðingar.  

Ef breyta þarf bókuðum tíma eða boða forföll, hafið þá samband við 543 4010 / 543 4407.  

Skilaboð til hjúkrunarfræðinga eru tekin í síma 543 4010 / 543 6119 

Hjúkrunardeildarstjóri: Guðrún Jónsdóttir 
Yfirlæknir: Elías Ólafsson