Speglun

Speglunardeild 11D, Landspítala Hringbraut 

Staðsetning: Hringbraut 11D Inngangur og Fossvogi A3. Inngangur
Afgreiðslusími 543 6150

Opið alla virka daga kl. 8:00-16:00.

Deildin tilheyrir aðgerðasviði og annast bæði meltingarfæraspeglanir og berkjuspeglanir.
Meginþjónusta meltingarlækninga er á 11D við Hringbraut og meginþjónusta berkjuspeglana á A3 í Fossvogi.

Á deildinni starfa
- sérfræðingar í meltingarlækningum
- skurðlæknar sem fást við skurðaðgerðir á meltingarvegi
- barnalæknir (sérfræðingur í meltingarlækningum)
- sérfræðingar í lungnalækningum
- hjúkrunarfræðingar
- ritarar

 Ýmis konar speglanir framkvæmdar t.d.
- magaspeglanir (á vélinda-, maga-, og skeifugörn)
- ristilspeglanir (langar og stuttar)
- gallvegaspeglanir (ERCP)
- holsjárómanir (e. endoskooic ultrasound)
- myndhylkisrannsóknir, til rannsóknar á smágirni
- berkjuspeglanir
 Aðgerðir framkvæmdar í gegnum speglunartækin. t.d.
- sýnataka til sjúkdómsgreininga
- stöðvun blæðinga á ýmsum stöðum í meltingarvegi
- fjarlægja sepa og/eða æxli og einnig aðskotahluti.
- víkka þrengingar á ýmsum stöðum í meltingarvegi
- stent ísetningar (vélinda, ristill, gallgöng)
- PEG (Percutan Endoscopic Gastrostomia)
- geislun á æxli

 

Upplýsingar um hinar ýmsu speglanir má finna í bæklingum (pdf) hér fyrir neðan:
Berkjuspeglun
Gallvegarannsókn
Magaraufun í gegnum húð með hjálp holsjár
Magaspeglun
Magastóma hjá börnum
Ristilspeglun
Stutt ristilspeglun

Einar Stefán Björnsson
Yfirlæknir
meltingarlækninga

Einar Stefán Björnsson

 

Þórhildur Höskuldsdóttir
Hjúkrunardeildarstjóri
Þórhildur Höskuldsdóttir 
Ásgeir Theódórs
Umsjónarlæknir
meltingarfæraspeglunar
Ásgeir Theódórs

 

Gunnar Guðmundsson
Umsjónarlæknir
lungnaspeglunar
Gunnar Guðmundsson