Brjóstakrabbam.aðgerðir

brjóstakrabbamein_hausB.jpg (58741 bytes)
Á þessum síðum eru upplýsingar fyrir sjúklinga sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og aðstandendur þeirra. Þeim er ætlað að vera viðbót við þær upplýsingar sem veittar eru í viðtölum við lækna og hjúkrunarfræðinga.
Mikilvægt er fyrir konur sem greinast með brjóstakrabbamein að skilja hvaða meðferðarmöguleikar eru fyrir hendi. Skurðaðgerð er yfirleitt fyrsta meðferð og oft getur konan valið á milli mismunandi aðgerða. Til þess að geta tekið þátt í að velja meðferð þarf konan að vita hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Þessari vefsíðu er ætlað að veita upplýsingar um skurðmeðferð brjóstakrabbameins. 

Stefna brjóstaskurðlækningaeiningar Landspítala er að veita fyrsta flokks skurðmeðferð sem er samanburðarhæf við það sem best þekkist annars staðar. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og jafnframt er lögð áherslu á fræðslu um sjúkdóminn fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra.