Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Ekki er vitað með vissu hvað orsakar sykursýki.

Margt bendir til þess að ákveðnir erfðaþættir geri vissa einstaklinga útsettari fyrir áhrifum umhverfis og hrindi þar með sjúkdóminum af stað.

Aðeins u.þ.b. eitt af hverjum tíu börnum sem greinast með sykursýki eiga nákominn ættingja með sykursýki.

En við vitum með vissu að sykursýki er ekki smitandi og enginn þróar sykursýki af tegund eitt vegna of mikillar neyslu sykurs.

Þorsti og tíð þvaglát eru algengustu einkennin við greiningu.

Tíðni þvagláta eykst einnig að nóttu til og stálpuð börn geta farið að væta rúmið.

Vegna vökvataps og frumusveltis má einnig gera ráð fyrir þyngdartapi, þreytu og úthaldsleysi.

Önnur alvarleg einkenni sem geta komið fram eru:

  • Kviðverkir
  • Ógleði og uppköst ásamt aceton-lykt úr vitum.

Ef þessi einkenni gera vart við sig er áríðandi að leita á bráðamóttökur sem allra fyrst.

  • Skoðun og mat læknis ásamt blóðprufu

Aðalmeðferð á einkennum sykursýkinnar felst í því að halda blóðsykri í skefjum.

Það er gert með insúlíngjöfum úr sprautum eða insúlíndælum nokkrum sinnum á dag, auk tíðra blóðsykurmælinga á degi hverjum.

Börnum með sykursýki og fjölskyldum þeirra ráðlagðar heilsusamlegar lífsvenjur.

Fræðslu- og stuðningsmeðferð er veitt af starfsfólki teymisins við greiningu sykursýkinnar og við reglubundnar komur á göngudeild.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?