Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

  • Áverki beint á höfuð, andlit, háls eða óbeint á aðra líkamshluta.
  • Áverkinn getur valdið tímabundinni truflun á heilastarfsemi.
  • Það fer eftir eðli og þyngd höggsins hversu mikill áverkinn er.

Einkenni geta varað frá nokkrum klukkustundum til nokkurra daga og jafnvel lengur. Meðvitundarleysi getur orðið en á sér ekki alltaf stað.

Einkenni heilahristings eru meðal annars:

  • Höfuðverkur
  • Sjóntruflanir
  • Ógleði, svimi
  • Hljóð- og ljósfælni
  • Ógleði
  • Skapsveiflur 
  • Þreyta

Einnig geta komið fram minnis- og/eða svefntruflanir.

Ef um alvarleg höfuðkúpubrot og heilaáverka er að ræða eru einkennin meiri og getur þá borið á:

  • Rugli
  • Misvíðum sjáöldrum
  • Meðvitundarleysi 
  • Krömpum

Greining byggist á:

  • Nákvæmum upplýsingum um slysið frá hinum slasaða eða vitnum að því
  • Líðan hins slasaða
  • Skoðun læknis og hjúkrunarfræðings 
  • Eftirliti þar sem fylgst er með viðbrögðum og meðvitundarástandi hins slasaða

Ef einkennin eru mikil er tekin sneiðmynd af höfði til að kanna hvort um frekari áverka sé að ræða.

Meðferð byggist á:

  • Eftirliti
  • Verkjameðferð 
  • Ráðleggingum um hvíld

Ef um alvarlega höfuðáverka er að ræða gæti verið 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?