Þjónustukönnun sjúklinga LSH

Landspítali stendur árlega fyrir þjónustukönnun á meðal sjúklinga sem hafa legið á spítalanum. Tilgangur hennar er að afla upplýsinga um viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og nota niðurstöðurnar til þess að bæta þjónustuna. Þátttakendur í könnuninni voru valdir með slembiúrtaki úr hópi sjúklinga sem útskrifuðust af spítalanum á síðastliðnum 3 mánuðum, alls rúmlega 1.100 manns. Þeir fá sent bréf í pósti með upplýsingum um aðgengi inn í könnunina sjálfa. Könnunin stendur til 26. júní 2017.
Siðanefnd Landspítala hefur veitt leyfi fyrir könnuninni og send hefur verið tilkynning til Persónuverndar.

Við metum framlag þátttakenda til þessa verkefnis mikils, enda eru upplýsingar af þessu tagi forsenda bættrar þjónustu og öryggis sjúklinga. Ábyrgðarmenn könnunarinnar eru Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga.


Ef þú hefur fengið bréf með boði um þátttöku í þjónustukönnuninni, vinsamlegast smellið á hnappinn hér að neðan.

 
 Þjónustukönnun sjúklinga LSH