Heilabilun / Umræðuhópar

Margt breytist í lífi einstaklings og fjölskyldu hans við að fá heilabilunarsjúkdóm. Á minnismóttöku Landspítala á Landakoti er boðið upp á kynningu og umræðu um þessar breytingar, tilfinningaviðbrögð og aðlögun.

Hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og iðjuþjálfi sjá um fræðslu og þátttakendur fá tækifæri til að deila reynslu sinni með öðrum sem standa í sömu sporum og ræða mál sem oft er erfitt að tala um við þá sem ekki hafa þessa lífsreynslu.

Þáttakendum er skipt í tvo hópa og í hverjum hjópi eru annað hvort 6 makar eða 6 afkomendur einstaklinga með heilabilun.

Hver hópur hittist einu sinni í viku, á þriðjudögum, í fjögur skipti.

  • Hópar fyrir maka hittast kl. 14:00 - 15:00
  • Hópar fyrir afkomendur kl. 17:00 - 18:00.

Skráning og frekari upplýsingar er að fá hjá hjúkrunarfræðingum minnismóttökunnar í síma 543 9850.

Umræðuhópar fyrir aðstandendur heilabilaðra - Fræðslurit
Umræðuhópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun - Veggspjaldakynning