Fundargerð

02. 10 2014

Siðanefnd Landspítala

Fundur siðanefndar Landspítala
Dagsetning: 2. október 2014
Fundartími:
  12:30 – 13:30
Staðsetning: Ásinn
Númer fundar: 12
Viðstaddir:  Jón Snædal, Bryndís Valsdóttir, Sigrún Reykdal, Helga Þórðardóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Ólöf R Ámundadóttir (varamaður).
Fjarverandi: Eiríkur Örn Arnarson.
Gestir (nafn/starfsheiti): 
Fundarritari:  Tinna Eysteinsdóttir.

Dagskrá:

I. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

II. Skýrsla formanns um afgreiðslu mála milli funda.

Endanlega samþykkt
Erindi 13/2014 „Áreiðanleiki og réttmæti kvarða til að meta styrk verkja“. - viðbót
Ábyrgðarmaður: Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun.
Umsækjendur: : Gísli Vigfússon yfirlæknir, Guðrún D. Guðmannsdóttir sérfræðingur í hjúkrun, Herdís Sveinsdóttir prófessor, Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Auður Sesselja Gylfadóttir meistaranemi í hjúkrun.
Erindi 44/2013 „Sterameðferð á fyrirburum með erfiðan lungnasjúkdóm – árangur og aukaverkanir.“ - viðbót
Ábyrgðarmaður: Þórður Þórkelsson yfirlæknir.
Umsækjendur: Erna Hinriksdóttir læknanemi.
Erindi 32/2014 „Aðferðir varnarteymis til að róa sjúklinga“.
Ábyrgðarmaður: Jón Snorrason hjúkrunarfræðingur.
Umsækjendur: Hilmar Thor Bjarnason verkefnastjóri, Guðmundur Sævar Sævarsson deildarstjóri, Hjalti Einarsson aðst.maður sálfræðinga.
Erindi 34/2014 „ESBL-myndandi Escherichia coli: faraldur á Barnaspítala Hringsins árið 2014.”
Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Hilmarsdóttir, sérfræðilæknir.
Umsækjendur: Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur og doktorsnemi, Hildur Byström Guðjónsdóttir lífeindafræðingur og meistaranemi, Ólafur Guðlaugsson yfirlæknir, Ásdís Elfarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

III. Fjallað um eftirfarandi umsóknir:

Erindi 35/2014 „Rannsókn á árangri magahjáveituaðgerða með kviðsjá á LSH frá árinu 2000 til 2014. Áhrif  á líkamsþyngd, sjúkdóma tengdum offitu og fylgikvilla aðgerðar.”
Ábyrgðarmaður: Hjörtur Georg Gíslason, skurðlæknir.
Umsækjendur: Björn Geir Leifsson skurðlæknir, Vilhjálmur Pálmason nemi, Rósamunda Þórarinsdóttir nemi.
Samþykkt með fyrirvara um lausn á athugasemdum og skilyrðum.

Erindi 36/2014 „Næringarmeðferð gjörgæslusjúklinga fyrir og eftir fræðslu og  innleiðslu endurskoðaðra vinnuleiðbeininga.”
Ábyrgðarmaður: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir verkefnastjóri og lektor. 
Umsækjendur: Hrönn Birgisdóttir meistaranemi og hjúkrunarfræðingur, Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor, Kristinn Sigvaldason yfirlæknir.
Samþykkt með fyrirvara um lausn á athugasemdum og skilyrðum.

Erindi 37/2014 „Using standardized documentation to analyse if physical therapy is part of the treatment of patients with non-communicable diseases at Landspitali. (vinnuheiti).”
Ábyrgðarmaður: Arna Harðardóttir, verkefnastjóri, sjúkraþjálfari
Umsækjendur: -
Samþykkt með fyrirvara um lausn á athugasemdum og skilyrðum.

IV Önnur mál

 

Til baka