HNE-, lýta- og æðaskurðdeild – A4

Aðsetur: Aðalbygging Fossvogur, 4.hæð – A álma.

Símanúmer deildar: 543 7354 og 543 7351

Heimsóknartímar: 15:00 - 20:30

Hjúkrunardeildarstjóri: Ingibjörg Nielsen

Yfirlæknar: Hannes Petersen (háls-, nef- og eyrnaskurðlækninga - HNE), Jens Kjartansson (lýtaskurðlækningar) og Lilja Þyrí Björnsdóttir (æðaskurðlækningar)

Deildin sinnir þjónustu við einstaklinga sem fara í uppbyggingu á brjóstum og aðgerðir vegna ýmis konar lýta, meðfæddra útlitsgalla og húðkrabbameina. Einnig sinnir deildin meðferð alvarlegra brunasára á landsvísu. Á deildinni liggja einnig sjúklingar eftir aðgerð á hálsi, nefi og eyrum og æðaskurðsjúklingar.