L4 heilabilunardeild

Aðsetur 4. hæð L-álma Landakoti.

Sími deildarinnar er 543 9886.

Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl 15:00 og 20:00.

Deildarstjóri er Gerður Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Sérfræðilæknar deildarinnar eru: Jón Snædal, yfirlæknir og Björn Einarsson aðst.yfirlæknir

Heilabilunardeild L4 er meðferðar-og endurhæfingardeild fyrir minnisskerta einstaklinga með 14 sjúkrarúmum.

Meginstarf deildarinnar er greining og mat á sjúkdómum sem valda heilabilun, meðferð og endurhæfing. Markmiðið er að auka hæfni einstaklinga til þess að takast á við breyttar aðstæður og að viðhalda og/eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Lögð er áhersla á að fá góða yfirsýn yfir aðstæður. Í samvinnu við aðstandendur er leitað lausna sem hæfa hverjum og einum.

Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.