Kvenlækningadeild 21A

Kvenlækningadeild 21A er fjölbreytt deild sem er í senn dag- og legudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Starfrækt er tilvísunarbráðamóttaka kvenna eftir kl. 16:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar og aðra almenna frídaga. Konur sem greinst hafa með illkynja sjúkdóma í kvenlíffærum eiga greiðan aðgang að deildinni eftir aðgerð og einnig meðan á krabbameinslyfjameðferð stendur.  Á deildinni eru 24 rúm.

 

Helstu aðgerðir á deildinni eru keiluskurðir, kviðspeglanir, kviðskurðir, legnám, aðgerðir vegna blöðru- og endaþarmssigs, fóstureyðingar og útsköf. Einnig fleygskurðir á brjóstum, brottnám brjósta og uppbyggingar á brjóstum.

 

Lögð er áhersla á nákvæma og einstaklingsmiðaða hjúkrun með góðri eftirfylgd.

Árið 2007 hófst innleiðing á flýtibata við legnám (fast track surgery)og hefur það ferli haft í för með sér að legutími hefur styst enn frekar, líðan sjúklinga eftir aðgerðir batnað og fylgikvillum hefur fækkað.

 

Staðsetning: á 1. hæð í A-álmu kvennadeildahúss.

Opið alla daga, allan sólarhringinn.

Heimsóknartími:  Kl. 18:30 – 20:00

 

Deildarstjóri: Hrund Magnúsdóttir
Netfang: hrundmag hjá landspitali.is

Yfirlæknir: Jens A. Guðmundsson
Netfang: jens hjá landspitali.is

 

Símar:
-Skiptiborð Landspítala 543 1000


Símatími vegna beiðna um innlagnir er þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 10:00 og 12:00 hjá innlagnarstjóra í síma 543 0000 (biðja um samband við innlagnarstjóra kvenlækningardeildar 21A)