Landspítali er ein helsta menntastofnun landsins á sviði heilbrigðisvísinda. Hér er kröftugt vísindastarf og hefur birting ritrýndra greina starfsmanna aukist stöðugt. Rannsakendur á spítalanum hafa samstarf á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og sækja verulegt fé til vísindarannsókna í innlenda og erlenda samkeppnissjóði.

Flestir nemendur í heilbrigðisvísindum fá sína klínísku þjálfun á spítalanum. Nemendurnir eru árlega meira en 1.500 talsins; framhaldsskólanemar, háskólanemar úr grunn- og framhaldsnámi og nemendur í framhalds- og sérfræðinámi að loknu háskólanámi. Meistara- og doktorsnemum fjölgar stöðugt á spítalanum.


Vísindastarfsemi á LSH (yfirlitsskýrslur)