Umsóknir vegna rannsókna

Framkvæmdastjóri lækninga

Samkvæmt reglum um vísindarannsóknir á Landspítala þarf framkvæmdastjóri lækninga, sem umsjónaraðili sjúkraskrá á spítalanum, að veita samþykki sitt þegar um er að ræða klínískar rannsóknir.

Í reglunum segir m.a.:

„Áður en gögn Landspítala eru notuð til vísindarannsókna skal liggja fyrir samþykki vísindasiðanefndar eða siðanefndar Landspítala og auk þess skal eftir atvikum aflað leyfis eða vinnslan tilkynnt Persónuvernd. Jafnframt skal liggja fyrir leyfi framkvæmdastjóra lækninga á LSH, eða þess er hann hefur framselt umboð sitt, þegar um er að ræða upplýsingar í sjúkraskrá sbr. Reglur um notkun heilsufarsupplýsinga. “

Ef um er að ræða vísindarannsóknir þar sem sjúklingar eða sjúklingaupplýsingar / klínískar upplýsingar eru ekki hluti af rannsókn þarf ekki leyfi framkvæmdastjóra lækninga. Getur það t.d. átt við þegar um stjórnsýslurannsóknir er að ræða eða þegar tæknilegar aðferðir eða tæki eru viðfang rannsóknar og engar sjúklingaupplýsingar því tengdar.

Persónuvernd

Persónuvernd snýst um réttinn til friðhelgi einkalífs og réttinn til að ráða yfir eigin persónuupplýsingum.  Siðanefndir annast samskipti við Persónuvernd fyrir umsækjendur um rannsóknarleyfi.

Vefur Persónuverndar

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala fjallar um vísindarannsóknir sem unnar eru innan spítalans í samstarfi við tengdar menntastofnanir.
Hún s
tarfar skv. reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna.   

Siðanefnd stjórnsýslurannsókna á Landspítala

Við Landspítala starfar siðanefnd stjórnsýslurannsókna sem fjallar um allar rannsóknarbeiðnir og rannsóknaráætlanir sem ekki falla undir siðanefnd LSH. Nefndin starfar samkvæmt ákvörðun og á ábyrgð forstjóra og hefur náin tengsl við siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala.
Tilgangur nefndarinnar er að leiðbeina, meta og veita samþykki fyrir rannsóknum sem fram eiga að fara innan spítalans, frá siðfræðilegu og vísindalegu sjónarmiði og gæta þannig hagsmuna þátttakenda og um leið stofnunarinnar. Niðurstöðum nefndarinnar má áfrýja til forstjóra Landspítala. Afgreiðsla erinda sem nefndinni berast skal kynnt siðanefnd heilbrigðisrannsókna og fundargerðir nefndarinnar lagðar þar fram.

Vísindasiðanefnd

Vísindasiðanefnd metur samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem falla ekki undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna.

Vefur vísindasiðanefndar

Vísindasjóður Landspítala er öflugur rannsóknarsjóður sem árlega veitir allt að 70 milljónir króna í rannsóknarstyrki til starfsmanna spítalans. Markmið sjóðsins er að efla heilbrigðisrannsóknir á Landspítala og hann er opinn öllum háskólamenntuðum starfsmönnum hans. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum að hausti og í janúar. Stjórn sjóðsins úthlutar styrkjum með hliðsjón af umsögnum frá vísindaráði Landspítala. Styrkir eru afhentir í desember og á vordögum.

Vísindasjóðsstyrkir

Ágrip um rannsóknir sem framkvæmdar eru á Landspítala er að finna undir fylgiritum á vef Læknablaðsins

 

Rannís 

Nordforsk