Veggspjaldagerð

Þegar gera á veggspjald þar sem kynna á vísindarannsóknir eða annað efni, skiptir miklu máli að hafa í huga áhuga og þarfir þeirra sem eiga að lesa spjaldið. Veggspjald á Vísindum á vordögum á að vera af stærðinni A0 sem er ca 84 cm á breidd og 118 cm á hæð og sú stærð er algeng á evrópskum ráðstefnum. 
 
Í Bandaríkjunum er algengt að veggspjöld séu prentuð á þverveginn, stærð t.d. 140 cm á breidd og 110 cm á hæð eða 120x90. Stæðin er stillt í PageSetup í Design flipa Powerpoint sem getur hentað vel til veggspjaldagerðar. Ágrip birtist oftast í ráðstefnuriti, en stundum getur verið gott að eiga útprentun af ágripi til að gefa áhugasömum lesendum. Smækkuð mynd af veggspjaldinu (t.d. A4) fæst í prentvalmynd PowerPoint + Scale to fit paper.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar og nokkur sýnishorn af grunnum í PowerPoint

Punktar um PP veggspjöld 
Framsetning PP efnis

Hægt er að sjá hvernig búast má við að útprentun verði með því að skoða skjölin í 150% stærð í PowerPoint. Nota þarf leturgerðina Arial narrow í stað Formata sem venjulega er notuð í veggspjöldum spítalans

Grunnar veggspjalda

Veggspjaldagrunnar með Lógóum