Sérgreinar lækninga á Landspítala eru 39 talsins, auk undirsérgreina og ýmissa sérstakra verkefna. Á ársfundi LSH 2007 var kynnt ákvörðun um skipulag sérgreina á spítalanum sem var tekin í kjölfar funda sem forstjóri, formaður læknaráðs, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ), forseti læknadeildar ásamt aðstoðarmönnum höfðu átti með yfirlæknum, kennurum við læknadeild og sviðsstjórum lækninga á sviðum spítalans. Yfir 39 sérgreinum og 31 sérstöku verkefni, auk fjögurra annarra verkefna, starfa yfirlæknar, alls 68 að tölu. Til viðbótar eru 6 prófessorar jafnframt yfirlæknar á spítalanum og 4 yfirlæknar eru yfirmenn undirsérgreina. Alls eru því 78 yfirlæknar starfandi á LSH.

Eftirfarandi sérgreinar eru stundaðar á Landspítala:

Augnlækningar
Barnalækningar
Barna- og unglingageðlækningar
Barnaskurðlækningar
Blóðbankafræði
Blóðlækningar
Blóðmeinafræði
Bráðalækningar
Bæklunarskurðlækningar
Endurhæfingarlækningar
Erfða- og sameindalæknisfræði
Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar
Geðlækningar
Geislalækningar krabbameina
Gigtlækningar
Háls-, nef- og eyrnalækningar
Heila- og taugaskurðlækningar
Hjartalækningar
Hjarta- og lungnaskurðlækningar
Húð- og kynsjúkdómalækningar
Innkirtla- og efnaskiptalækningar
Klínísk lífefnafræði
Lungnalækningar
Lyflækningar krabbameina
Lýtalækningar
Meinafræði
Meltingarlækningar
Myndgreining
Nýrnalækningar
Ónæmisfræði
Skurðlækningar*
Smitsjúkdómalækningar
Svæfinga- og gjörgæslulækningar
Sýklafræði
Taugalækningar
Veirufræði
Þvagfæraskurðlækningar
Æðaskurðlækningar
Öldrunarlækningar