Göngudeild endurhæfingar

Gott aðgengi er að göngudeildinni en þar sinnir fjölfaglegur hópur starfsfólks sérhæfðri eftirfylgni og meðferð fyrir sjúklinga með langvinnar geðraskanir, bæði í formi göngudeildarþjónustu og vitjana í heimahús. Göngudeildin sér einnig um eftirfylgd skjólstæðinga af Sogni. Tímalengd og markmið meðferðar eru skilgreind við upphaf þjónustu og stefnt að því að sjúklingar útskrifist að lokum yfir til heilsugæslunnar, samfélagsteymis eða félagsþjónustu sveitarfélaga. Faghópar innan göngudeildar sérhæfa sig í ákveðnum sjúklingahópum og sérhæfð undirteymi sinna flóknari málum, til dæmis sjúklingum með greindarskerðingu, geðrofseinkenni og efnaskiptatruflanir. Á göngudeildinni er markvisst unnið að því að þróa fræðslustarf og skipuleggja námskeið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Einnig er faglegur stuðningur veittur frá göngudeildinni við búsetukjarna og sambýli, í samvinnu við samfélagsteymið.

Þjónustan er veitt frá göngudeildarbyggingu Landspítala Kleppi

Símanúmer á skrifstofu: 543 4200