Átröskun dag- og göngudeild

Staðsetning:  Hvítabandið, Skólavörðustíg 37, 101 Reykjavík

Þjónustutími:  kl. 8.30 - 16:00 virka daga

Sími: 543 4600

Netfang: atroskun@landspitali.is

 

Átröskunarteymi LSH er þverfaglegt teymi sem hefur starfað síðan 1. febrúar 2006. Það heyrir undir ferli- og bráðaþjónustu geðsviðs LSH og starfar bæði á dagdeild og göngudeild. Í því starfa geðlæknir (teymisstjóri), geðhjúkrunarfræðingur, næringarfræðingur, sálfræðingar, félagsráðgjafi, listmeðferðarfræðingur og stuðningsfulltrúar.

Teymið sinnir greiningu og meðferð við átröskunum og öðrum meðkvillum. Boðið er upp á fræðslu og stuðning við aðstandendur. Teymið sinnir einnig ráðgjöf og fræðslu til annarra deilda LSH ásamt símaráðgjöf til aðila utan LSH.

Meðferð fer fram á göngudeild eða á dagdeild eftir því sem við á og er ætluð fyrir fólk 18 ára og eldri. Barna- og unglingageðdeild við Dalbraut sinnir börnum yngri en 18 ára.

Til að komast í greiningu/meðferð er hægt að hafa samband beint við teymið með því að senda tölvupóst á netfangið: atroskun@landspitali.is Mikilvægt er að gefa upp fullt nafn og símanúmer og mun meðferðaraðili innan teymisins hafa samband innan fárra daga. Einnig er tekið við tilvísunum frá fagfólki utan spítalans, t.d. heimilislæknum, námsráðgjöfum, skólahjúkrunarfræðingum og öðrum fagaðilum.

Að neðan er tilvísunareyðublað fyrir fagfólk fyrir greiningu/meðferð í átröskunarteymi LSH. Óheimilt er að senda tilvísunina í tölvupósti. Hægt er að símsenda tilvísunina með faxi á faxnúmer 543 4621 eða senda hana á póstfang átröskunarteymisins: Átröskun - Hvítabandið, Skólavörðustíg 37, 101 Reykjavík. Reynt er að sinna öllum beiðnum eins skjótt og unnt er, en biðtími eftir tíma getur verið 4-8 vikur. Ef um bráðatilvik er að ræða er fólki bent á að leita til bráðaþjónustu geðsviðs við Hringbraut.   

Tilvísunareyðublað fyrir fagfólk

Fréttir frá Átröskun