Ferli- og bráðaþjónusta

Hjá ferli- og bráðaþjónustu geðsviðs fer fram fyrsta greining og er fólki vísað þaðan áfram til frekari meðferðar. Stundum getur viðkomandi þurft á innlögn að halda en að öðrum kosti er vísað til göngudeildarteymis eða áfengis- og vímuefnateymis eða til úrræða utan sjúkrahússins. Í neyðartilvikum utan opnunartíma getur fólk leitað til almennu bráðamóttökunnar á Landspítala í Fossvogi.