Hjartagátt

Hjartagátt (10D og 10W) er á jarðhæð Landspítala Hringbrautar, gengið inn Eiríksgötumegin.

Sinnir bráðaþjónustu, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu við hjartasjúklinga. Á Hjartagátt er tekið á móti öllum ef grunur er um bráð hjartavandamál. Til þeirra teljast meðal annars brjóstverkir, mæði af líklegum hjartatoga, hjartsláttartruflanir, yfirlið af líklegum hjartatoga og hjartastopp.

Opið allan sólarhringinn frá klukkan 08:00 á mánudagsmorgni til klukkan 12:00 á föstudögum.  Lokað um helgar og sérstaka frídaga sem liggja við helgar.

Allir með grun um bráð hjartavandamál fara á bráðamóttöku í Fossvogi frá klukkan 12:00 á föstudögum. 

Sími 543 1000: Skiptiborð spítalans gefur samband við Hjartagátt.

  • Lyfjaendurnýjun: Ef erindið varðar lyfjaendurnýjun er vísað á heilsugæsluna/heimilislækni eða stofu viðkomandi hjartalæknis.
  • Vottorð: Þeir skjólstæðingar Hjartagáttar sem þurfa vottorð vegna komu þangað mega hafa samband við 543 2050.
  • Áreynslupróf, Holter, hjartaómun: Ef bóka þarf tíma í áreynslupróf, Holter eða hjartaómun er síminn 543 6152.
  • Gangráðseftirlit: Ef bóka þarf tíma í gangráðseftirlit er síminn 543 6031.
  • Hjartaþræðingar, brennsla, gangráðsísetning: Ef erindið varðar biðlista vegna hjartaþræðingar, brennslu eða gangráðsísetningu eru þær upplýsingar gefnar á miðvikudögum og föstudögum kl. 13:00-15:00 í síma 543 6422. 
  • Rafvending: Fyrirspurnum varðandi rafvendingu er svarað á miðvikudögum frá kl. 10:00-12:00 í síma 825 5188. Einnig má senda póst á netfangið gudrunir@landspitali.is  

Yfirlæknir: Davíð O. Arnar
Deildarstjóri: Björg Sigurðardóttir