Þjónusta dag- og göngudeilda

Á dag- og göngudeildum geðsviðs fá sjúklingar með alvarlegar geðraskanir þjónustu. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð. Nokkur sérhæfð teymi starfa á dag- og göngudeildum geðsviðs og eru þau staðsett á Hringbraut, Hvítabandi, Reynimel og á Kleppspítalalóð.

Farvegur tilvísana: Inntökustjóri göngudeildar tekur við tilvísunum frá heilsugæslulæknum, geðlæknum, öðrum læknum Landspítala og frá bráðaþjónustu geðdeildar. Almennar tilvísanir skulu berast með bréfi til inntökustjóra móttökuteymis, deild 31E. Sérstakar reglur gilda um beiðnir fyrir ADHD greiningu og geta læknar fengið nánari upplýsingar hjá ritara teymisins í síma 543-4088. Sjúklingar geta snúið sér sjálfir beint til átröskunarteymisins og er tölvupóstur atröskun@landspitali.is.