Leit
Loka

Bæklunarskurðdeild B5

Þjónar sjúklingum vegna hrygg- og liðskiptaaðgerða eða áverka á stoðkerfi

Deildarstjóri

Ingibjörg Hauksdóttir

Yfirlæknir

Hjörtur F. Hjartarson

Banner mynd fyrir  Bæklunarskurðdeild B5

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn allan ársins hring

Heimsóknartímar 15:00-17:00 og 19:00-20:00

Bæklunarskurðdeild - mynd

Hér erum við

Landspítali Fossvogi, 5 hæð - B álma /

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Meginviðfangsefni bæklunarskurðdeildar B5:

  • Þjónusta við sjúklinga sem fara í hrygg- eða liðskiptaaðgerðir
  • Þjónusta við sjúklinga sem fara í aðgerðir vegna áverka á stoðkerfi

Legudeild með 18 rúmum. 
Sjúklingar sem leggjast inn á deildina koma frá bráðadeild, dagdeild skurðlækninga eða gjörgæsludeild.

Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur. 

Allt starfsfólk og nemar eru bundin þagnarskyldu og farið er með málefni sjúklinga af fyllsta trúnaði. 

 

Vegna starfseminnar

Sarkmein - tilvísun

Læknar

Aðstoðar- og deildarlæknar annast sjúkdómsgreiningu, stýra lyfjameðferð sjúklinga, gerð meðferðaráætlana og vali á meðferðarúrræðum í samráði við aðrar fagstéttir undir leiðsögn sérfræðilækna.  Sérfræðilæknar sinna kennslu aðstoðar- og deildarlækna og hafa umsjón með þeim í daglegu starfi.

Hjúkrunarfræðingar

Hjúkrunarfræðingar hafa eftirlit með sjúklingum fyrir og eftir aðgerð.  Þeir hafa yfirumsjón með allri hjúkrun, sjá um lyfjagjafir, verkjastillingu, fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, þeir skipta um umbúðir á sárum, undirbúa útskriftir o.fl.

Sjúkraliðar 

Sjúkraliðar aðstoða sjúklinga við athafnir daglegs lífs. Þeir mæla lífsmörk, gera verkjamat og meta næringarástand sjúklinga.  Þeir eru leiðandi í þrýstingssára- og byltuvörnum og aðstoða sjúklinga við hreyfingu o.fl.

Sjúkraþjálfarar

Sjúkraþjálfari býr yfir sérþekkingu á hreyfingum mannslíkamans, þjálfun og líkamsbeitingu.  Starf sjúkraþjálfara er m.a. fólgið í greiningu og meðferð ýmissa sjúkdóma, meiðsla, ofálags eða meðfæddrar fötlunar.  Sjúkraþjálfari sér einnig um fræðslu varðandi orsakir ýmissa einkenna, ráðgjöf og leiðbeiningar. Sjúkraþjálfari stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan um leið og hann fær fólk til þess að taka ábyrgð á eigin heilsufari.

Iðjuþjálfar

Iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklinga.  Þeir þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi.  Eftir því sem við á er færni skjólstæðings metin við athafnir daglegs lífs (ADL), gerð er skimun á vitrænni getu, aðstæður skjólstæðings metnar svo og hjálpartækjaþörf.

Félagsráðgjafar

Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat.  Undirbúningur útskriftar er einnig veigamikill þáttur í þjónustu félagsráðgjafa. Leitað er að þjónustuúrræðum sem eru í boði fyrir sjúkling hvort sem hann er að útskrifast heim til sín eða á stofnun.  
Samstarf við aðrar stofnanir er veita slíka þjónustu er mikið.

Næringarráðgjafar

Næringarráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði.  Beiðnir um næringarráðgjöf koma frá læknum og hjúkrunarfræðingum.  Næringarráðgjafar veita ráðgjöf um mataræði miðað við sjúkdómsástand og næringarástand.

Sálfræðingar

Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur. Sálfræðileg aðstoð beinist að því að bæta líðan sjúklingsins, hjálpa honum að ná sáttum við breytta stöðu, efla aðlögunarhæfni og auka sjálfstraustið.  Stuðningur við aðstandendur skiptir hér miklu svo markmið um betri líðan megi nást.

Nemar

Landspítali er háskólasjúkrahús og mikill fjöldi nema í heilbrigðisfræðum og tengdum greinum koma í verklega þjálfun sem er hluti af námi þeirra.  Nemar fylgjast með og taka þátt í daglegri meðferð sjúklinga og eru ávallt á ábyrgð og undir handleiðslu leiðbeinenda sinna.

 

  • Allir sjúklingar fá mat á deildinni nema þeir séu tímabundið fastandi vegna rannsókna, aðgerða eða sjúkdómsástands. Sjúklingar borða í setustofu sem er innst á ganginum og boðið er upp á kaffi fyrir aðstandendur. Morgunverður er um kl. 08:30, hádegisverður um kl. 12:00, miðdegiskaffi um 14:30, kvöldmatur kl. 17:30 og kvöldkaffi um 19:30
  • Á deildinni er vatnskælivél og kæliskápur fyrir sjúklinga
  • Blóm eru ekki leyfð vegna ofnæmis
  • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljóðlausa hringingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma
  • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi
  • Sjúklingar geta fengið aðgang að Netinu gegnum gestanet spítalans spítalans
  • Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3. Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum
  • Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala
  • Sjúklingar eru beðnir um að láta vita ef þeir hyggjast fara í verslunina eða af deildinni í öðrum erindagjörðum
  • Hraðbanki er í anddyri á 1. hæð, sjálfsalar á 2. hæð og við innganga á bráðamóttöku
  • Guðsþjónustur eru flesta sunnudaga kl.10:00 á fjórðu hæð. Þær eru auglýstar sérstaklega
 
Iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar sjá um að sækja um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) ef skjólstæðingur á rétt á þeim skv. reglugerð.
Í flestum tilfellum þarf skjólstæðingur að nálgast tækin sjálfur. 
 
Ef sjúklingur á ekki rétt á hjálpartækjum frá SÍ geta iðju- eða sjúkraþjálfarar veitt upplýsingar um hvar hægt er að kaupa eða leigja hjálpartæki.

Dæmi um hjálpartæki:

  • Sokkaífæra
  • Griptöng
  • Salernisupphækkun 
  • Baðhjálpartæki
  • Stoðir við salerni og rúm
  • Sessa
  • Göngugrind
  • Hjólastóll
  • Vinnustóll
  • Sjúkrarúm
  • Öryggiskallkerfi/-hnappur

Sjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn.

Útskriftartími er kl. 11:00

Áður en sjúklingur útskrifast fær hann

  • fræðslu um skurðsár, verki og verkjalyf, blóðþynningu, hvíld og hreyfingu, næringu og hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu
  • endurkomutíma ef þess er þörf
  • lyf og lyfjagjafir

Útskrift

Allir sjúklingar eiga að fá armband með nafni og kennitölu.  Upplýsingar á armbandinu eru notaðar til staðfestingar þegar lyf eru gefin, við blóðgjafir og hvers kyns rannsóknir og aðgerðir.

Stundum þykir fólki nóg um hversu oft er til dæmi spurt um kennitölu, ofnæmi og lyfjanotkun en allt er þetta gert til að tryggja öryggi.  Best er ef sjúklingar eru vakandi fyrir þessum vinnureglum og minni á ef ekki er farið eftir þeim.

Hjálpaðu okkur að tryggja öryggi þitt.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?