Kynningar fulltrúa

 

Fræðsla og kynningar fara þannig fram að:

  • Fulltrúi notenda kemur á deildir á fyrirfram auglýstum tíma, sest niður með sjúklingum á setustofu deildar og kynnir starf fulltrúa notanda og starfsemi félagasamtaka o.fl.
  • Félagasamtök koma og kynna starfsemi sína.

Kynningar fulltrúa eru u.þ.b. einu sinni í mánuði og félögin koma þess á milli þannig að það kemur fyrir að kynningar séu haldnar vikulega og jafnvel fleiri en ein á viku.

Markmiðin með fræðslu og kynningum eru:

  • Lagðar fram ítarlegri upplýsingar um starf og reynslu fulltrúa notenda
  • Upplýsingar um deild og úrræði utan sjúkrahússins efldar
  • Aukin nálgun á það félag sem kynnir hverju sinni
  • Að brjóta upp svokallaðan óvirkan tíma eða verkefnaleysi fyrir sjúklinga á deildum

Félögin sem hafa komið eru:

Deildarstjórar á Landspítala hafa samband við fulltrúa notenda á geðsviði eða eitthvert félaganna og óska eftir kynningu sé þeim kunnugt um áhuga fólks á deildinni.