Bráðamóttaka geðsviðs

Bráðamóttaka geðsviðs er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.

Bráðamóttakan er opin kl. 12.00 - 19.00 virka daga og kl. 13.00 - 17.00 um helgar og alla helgidaga. Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

  • Sími bráðamóttöku geðdeildar: 543 4050 á þeim tíma sem opið er

    Ekki eru gefin ávanabindandi lyf á bráðamóttöku geðdeildar.